Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Ólétt alþingiskona: „Hjartafimma móður sinnar er á leiðinni í lok nóvember“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alþingiskonan Jódís Skúladóttir á von á fimmta barni sínu og gleði hennar er einlæg:

„Lífið er svo mikið ævintýri og stundum fullt af vonbrigðum en stundum fullt af ást. Hjartafimma móður sinnar er á leiðinni í lok nóvember,“ segir Jódís og bætir við:

„Langt ferðalag sem hefur tekið á sig ýmsar myndir og óvæntar u-beyjur en minn einlægasti draumur er að rætast,“ segir Jódís sem er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi.

Hún er fædd árið 1977 og í lok árs verður hún orðin fimm barna móðir.

Fyrir á Jódís Magnús Bjart, Eldey Örnu og Ásgrím Ara með fyrrum eiginkonu sinni, Guðrúnu Lilju Magnúsdóttur, og soninn Alex Skúla, með Einari Þór Einarssyni.

Jódís er harðdugleg, enda ættuð að austan, og varð stúdent frá ME; lauk BS-próf í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst, sem og ML-próf í lögfræði frá HR.

- Auglýsing -

Hún starfaði, áður en stjórnmálin tóku yfir, sem lögfræðingur loftslagsmála hjá Umhverfisstofnun og var einnig verkefnastjóri og persónuverndarfulltrúi hjá Austurbrú ses.

Jódís var oddviti VG í sveitarstjórn Múlaþings og formaður Hinsegin Austurlands á árunum 2019–2021 og var kjörin á þing fyrir VG í Norðausturkjördæmis í fyrra: Hún situr nú bæði í allsherjar- og menntamálanefnd og velferðarnefnd.

Mannlíf óskar Jódísi innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -