Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Ómar segir Stalín og Putin ólíka að þessu leyti: „Stalín hótaði aldrei beitingu kjarnorkuvopna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ómar Ragnarsson, fyrrum fjölmiðlamaður og skemmtikraftur er ötull bloggari. Í nýjustu færslu sinni talar hann um stórveldi heims og skiptingu landsvæða og heimsálfa í áhrifasvæði þeirra.

„Stórveldi heims hafa öldum saman stundað það að skipta löndum og álfum heims í áhrifasvæði sín. Monroekenningin 1823 hefur að mestu verið í gildi síðan, og í lok Heimssstyrjaldarinnar skiptu Churchill, Stalín og Roosevelt Evrópu upp í áhrifasvæði Sovétmanna, Breta og Bandaríkjamanna.

Svo kyrfilega var frá þessu gengið, að enda þótt vesturveldin mótmæltu hástöfum þegar hervaldi var beitt til að bæla niður mótþróa í Austur-Þýskalandi 1953, Ungverjalandi 1956, Tékkóslóvakíu 1968 og Póllandi 1980, hreyfðu stórveldin ekki í raun hvorki hönd né fót.“

Að lokum bendir Ómar á þá staðreynd að Putin hefur tvívegis hótað beitingu kjarnorkuvopna.

„Stalín hótaði aldrei beitingu kjarnorkuvopna í orði, en Pútín hefur gert það tvívegis, þegar vestrænn tundurspillir gerðist ágengur við Krím 2014, og svo aftur nú.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -