Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Öryggisheimili sagt ógna öryggi barna: „Við Íbúar Innri Njarðvíkur höfum miklar áhyggjur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fólk hefur sloppið frá öryggisgæslufólki og beitt börnum og fullorðnum ofbeldi bæði í höfuðborginni og Akureyri,“ segir í áskorun vegna fyrirhugaðs öryggisheimilis í Njarðvík.
Þetta kemur fram í undirskriftarlistanum: „Ekki öryggisvistun nálægt börnum!“
Um 450 manns hafa þegar skráð sig á listann en er Þorsteinn Stefánsson ábyrgðarmaður listans.

Reykjanesbær hefur nú ákveðið að verða við beiðni Félagsmálaráðuneytsins og eru íbúar uggandi vegna málsins. Beiðnin sem um ræðir var úthlutun lóðar fyrir byggingu í Innri-Njarðvík, sem yrði notuð fyrir öryggisvistun og gæslu einstaklinga.
Fjallað hefur verið um málefni öryggisvistunar upp á síðkastið en erfitt hefur reynst að tryggja öryggi þeirra sem búa í grennd við starfsemina.

„Við Íbúar Innri Njarðvíkur höfum miklar áhyggjur vegna þess í ljósi þess að ítrekað hefur verið vandamál með að fólk hefur sloppið frá öryggisgæslufólki og beitt börnum og fullorðnum ofbeldi“
Tekið er fram að slík atvik hafi bæði átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.
Þykir íbúum það gefa auga leið að þetta sé óviðunandi enda er mikið um barnafjölskyldur í hverfinu.
„Þetta er algjörlega óviðunandi,“ segir í áskoruninni.

Undirskriftalistann má finna HÉR

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -