Mánudagur 26. september, 2022
3.8 C
Reykjavik

Össur vill rússneska bóluefnið – Ætlar aldrei að snerta það breska

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, spyr hvers vegna Ísland reynir ekki að útvega rússneska Spútnik bóluefnið. Á Facebook segist hann enn fremur aldrei ætla að snerta bóluefnið frá Bretlandi, AstraXeneca.

„Fyrir áramótin hvatti ég til að íslensk stjórnvöld færu út úr boxinu, hættu að einbína á vesturlensk bóluefni gegn Covid og leituðu víðar fanga en hjá Pfizer og AstraXeneca. Hví ekki til Kína og Rússlands? Kerfisstóðinu fannst það eðlilega af og frá – mörgum. Ég fékk ábúðarfull símtöl. Það þóttu ekki nægilega góðar rannsóknir fyrir hendi á þeim,“ segir Össur.

Hann segist hafa lesið sér til um þetta og sýnist bóluefnin misgóð. „Á þeim tíma var ég mjög skeptískur á AstraXeneca og ætla reyndar aldrei að láta bólusetja mig með því ef ég á undankomu auðið. Ég skildi ekki skrítnar niðurstöður rannsókna með það bóluefni í upphafi og sýnist enn af umfjöllun að það sé í slappari kantinum. Pfizer tæki ég hins vegar fagnandi. Það virðist súperstöff. – Nú liggja fyrir niðurstöður um rússneska Spútnik bóluefnið. Það virðist líka súperstöff. Þær eru nægilega traustar til að fá birtingu í frægasta læknatímariti veraldar, The Lancet. – Fyrir mig jafngildir það því að leggja höndina í sárið einsog Tómas í síðu meistarans forðum – og trúa. En líffræði hefur sosum aldrei verið mín sterkasta hlið. – Hvað segja sóttvarnarbrekkurnar?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -