Sunnudagur 5. desember, 2021
2.9 C
Reykjavik

Þórður telur Ísland verði sniðgengið vegna dýraníðsins: „Þið eruð ekki að skilja alvöru þessa máls“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Blóðmeramálið er mikið á milli tannanna á fólki í dag, ekki síst hestafólki. Í Facebook hópnum Hestar og reiðmenn hafa ýmsir hestamenn tjáð sig undanfarna daga og má sjá að fólk sé uggandi yfir stöðunni.

Þórður nokkur kemur með langa færslu inni á Hestar og reiðmenn þar sem hann lýsir yfir áhyggjum sínum um ímynd Íslands erlendis en hann vill meina að fólk úti í heimi muni nú sniðganga íslenska hestasölu.

„Jæja, sagði maðurinn og jammogjá, þegar hann hvorki vissi hvað hann átti að segja eða gera. Allt sem hann hafði elskað og verið stoltur af, það sem hafði mótað hann sem þann mann hann er í dag, er allt í einu undir árás, miðjublettur í ógnarstórri skotskífu, miðjan í iðu af ásökunum, sem koma úr öllum áttum,“ segir Þórður í byrjun færslunnar.

„Staðreyndin er sú, að hér í hinu stóra útlandi eru morgunraddir, sem hvetja hestafólk, nær og fjær, til að loka á íslenska hestasölu, boycott, sem það er kallað, alla hestasölu frá þessu hryllilega landi, sem lætur dýraníð, sambærilegt nautaati og kópadrápi, viðgangast.“Þórður segist hafa áður heyrt af blóðtökumerum en verið of bláeygður til að átta sig á alvarleika málsins.

„Ég hafði heyrt um þetta hryllingsfyrirbæri, blóðtökumerar, meira að segja þekkt öðlingsfólk, sem vegna aldurs hætti hrossabúskap og seldu merarnar sínar í þennan blóðmerabúskap. Ég var svo bláeygur að ég sá fyrir mér fínar nýbyggingar, flísalagðar hátt og lágt með fínum hreingerningsvænlegum, hvitum flísum. Bása sérsmíðuðum úr riðföstu járni og dýralækna og dýrahjúkrunarkonur í hreinum hvítum sloppum, sem höfðu sem aðalmarkmið dagsins að þiggja blóðgjöf frá velfóðruðum hryssum, sem fengu ástúð,hlýju og góða meðferð, sem umbun fyrir sína framleiðslu, sína söluvöru. Mikill andskotans hálfviti er ég og verð að viðurkenna að þetta stolt mitt, yfir að vera Íslendingur, ekta Íslendingur, þó ég sé búinn að búa erlendis í 42 ár, er örlítið beyglað, eftir að hafa séð þetta video, um meðferð á blóðmerum á Íslandi.“

Að lokum segir Þórður að þetta þurfi að stöðva og hvetur fólk til þess að humma þetta fram af sér.

„Þetta er skammarlegt, á alls ekki að eiga sér stað og á að harðbannað sem allra fyrst og gera eitthvað róttækt til að betrumbæta þann skaða sem skeður er. Þetta er á allra vörum, fólk talar um að aflýsa ferðum til Íslands, hætta að kaupa íslenskar afurðir osf.
- Auglýsing -

Ef þið haldið að þetta verði gleymt í næstu viku, þá eruð þið ekki að skilja alvöru þessa máls. Hummið þetta ekki fram af ykkur, krefjið breytinga á þessu, eða jafnvel bann.“

Sjá einnig: Arnþór forðast fjölmiðla – Hagnast gífurlega á illri meðferð blóðmera
Sjá einnig: MAST rannsakar hryllilega meðferð á blóðmerum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -