Föstudagur 13. september, 2024
11.8 C
Reykjavik

Óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna veðurs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna veðurs á morgun, föstudag.

Ákvörðunin er tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins og í samræmi við veðurspá Veðurstofu Íslands, sem spáir aftakaveðri með appelsínugulum veðurviðvörunum um allt land.

Flugi aflýst og mögulegar rafmagnstruflanir 

Á vef lögreglunnar er fólk þá hvatt til að vera ekki á ferli að óþörfu á veður gengur yfir. Þá eru umráðamenn báta og skipa í höfnum hvattir til að huga að fleyum sínum og tryggi þau svo sem hægt er sökum hárrar sjávarstöðu og áhlaðanda.

Öllu inn­an­lands­flugi bæði með Air Ice­land Conn­ect og Flug­fé­lag­inu Erni hef­ur verið af­lýst á morg­un vegna óveðurs.

Neyðar­stjórn Landsnets hef­ur þá lýst yfir óvissu­stigi vegna veðursins á morgun. Í Facebook-færslu Landsnets segir að búast megi við „margháttuðum truflunum“ á rafmagni á morgun.

- Auglýsing -

Þá má búast má við að margar ferðir Strætó falli niður á landsbyggðinni.

Sjá einnig: Má búast við ofsaveðri

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -