Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Páll Pétursson er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll Pétursson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins er látinn. Hann lést á Landspítalanum í gær. Hann var 83 ára. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Páll sat tæplega þrjátíu ár á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var kjörinn á þing árið 1974 en þar á undan var hann með búskap á Höllustöðum.

Páll var líklega mest áberandi í kringum aldarmót, en hann var félagsmálaráðherra frá árinu 1995 til 2003.

Páll átti þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu, Helgu Ólafsdóttir: Krist­ínu sem er bóndi, Ólaf­ Pét­ur, pró­fess­or við Háskóla Íslands, og Pál Gunn­ar, for­stjóra Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Hann lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Magnúsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra Framsóknarflokksins.

Dæt­ur henn­ar og stjúp­dæt­ur Páls eru Sól­veig Klara Kára­dótt­ir geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og Ragn­hild­ur Þóra Kára­dótt­ir, pró­fess­or við Há­skóla Íslands og Há­skól­ann í Cambridge. Páll læt­ur eft­ir sig á þriðja tug barna­barna, stjúp­barna­barna og barna­barna­barna, að sögn Morgunblaðsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -