Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Pálmar fer í stríð gegn orkudrykkjum og vill þína hjálp: „Þetta er ekki svona í öðrum löndum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Pálmar Ragnarsson fyrirlesari segir að það sé kominn tími á að Íslendingar horfist í augu við orkudrykkjufíkn íslenskra ungmenna. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem fer eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Nú eru 12 tímar síðan hann skrifaði færsluna og hafa tæplega þúsund manns deilt henni áfram. Því að ljóst að hugmynd hans hefur talsverðan hljómgrunn. Pálmar skrifar:

„Það er kominn tími til að við tölum um ruglið sem er í gangi tengt orkudrykkjum hér á Íslandi. Ég skal byrja:

Íslendingar eru að drekka allt of mikið af orkudrykkjum. Orkudrykkir eru hafa slæm áhrif á svefn og líðan íslenskra unglinga.

Milljónir eru settar í að markaðsetja þessa drykki sem heilsuvörur þegar nær allt bendir til þess að þeir séu að hafa skaðleg áhrif á okkur.

Okkur þykir orðið eðlilegt að geta ekki lesið, unnið eða hreyft okkur án þess að byrja á því að kaupa okkur koffíndrykk.

Við höldum að orkudrykkir séu að gera okkur ferskari þegar þeir eru í raun að gera okkur ÞREYTTARI.

- Auglýsing -

Íslensk ungmenni eiga líklega heimsmet í neyslu orkudrykkja. Tunnur í skólum, félagsmiðstöðvum, háskólanum og íþróttahúsum eru TROÐFULLAR af tómum dósum. Kannski ekki skrýtið þegar það er ekki hægt að opna samfélagsmiðla án þess að sjá stanslausar auglýsingar.

Ég sjálfur var háður orkudrykkjum og drakk 3-4 stykki flesta daga. Í dag hef ég ekki snert orkudrykki í tvö ár og verð miklu sjaldnar þreyttur og fæ miklu sjaldnar hausverk en á þeim tíma.“

Fimm ástæður

Hann telur upp fimm ástæður fyrir því að þetta gangi ekki lengur: „Hér er það helsta sem ég hef lært frá því að fundarstýra tveimur ráðstefnum um ungmenni og orkudrykki auk þess að taka þátt í átaki Tannlæknafélags Íslands um sama efni:
𝟭. 𝗙𝗿𝗮́𝗵𝘃𝗼̈𝗿𝗳
Þegar koffínið byrjar að yfirgefa líkamann fáum við FRÁHVÖRF. Þau lýsa sér sem:
– Hausverkur
– Þreyta
– Vanlíðan
Þetta veldur VÍTAHRING þar sem við erum alltaf þreytt nema þegar við fáum koffínið okkar.
𝟮. 𝗦𝘃𝗲𝗳𝗻
Helmingur unglinga er ekki að sofa nóg. Það eru sterk tengsl á milli neyslu orkudrykkja og svefnleysis hjá íslenskum unglingum.
Það sama á mjög líklega einnig við um fullorðna. Síðan drekkum við fleiri orkudrykki því við erum alltaf þreytt yfir daginn sem viðheldur þessu kerfi.
𝟯. 𝗣𝗲𝗻𝗶𝗻𝗴𝗮𝗿
Fólk að eyða fáránlega miklum peningum í orkudrykki. Margir fá sér 1-3 á dag. Við getum auðveldlega verið að eyða um 150.000 – 300.000 krónum á ári í orkudrykki án þess að gera okkur grein fyrir því.
𝟰. 𝗠𝗮𝗿𝗸𝗮𝗱𝘀𝘀𝗲𝘁𝗻𝗶𝗻𝗴
Framleiðendur eru að greiða áhrifavöldum milljónir árlega til þess að búa til og viðhalda þessu normi sem hefur tekist að skapa hér á Íslandi. Við verðum að átta okkur á því og ekki trúa öllu sem við sjáum.
𝟱. 𝗧𝗲𝗻𝗻𝘂𝗿
Flestir orkudrykkir éta upp glerunginn í tönnunum á okkur. Glerungurinn er þetta hvíta í tönnunum sem marga dreymir um. Það sem er undir honum er grárra og gegnsærra. Þegar glerungurinn eyðist erum við síðan líklegri til að fá tannkul, tannskemmdir og tannbrot.“

Þetta er ekki svona í öðrum löndum

- Auglýsing -

Hann segir þetta orðið algjörlega brenglað hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því hvað normið hérna á Íslandi er orðið brenglað. Þetta er ekki svona í öðrum löndum. Það er betra úrval af orkudrykkjum á litlum bensínstöðvum á Íslandi en í stórmörkuðum erlendis.
Við verðum líka að átta okkur á því hvað markaðsöflin og peningar eru að hafa mikil áhrif á ákvarðanir okkar og hvað við sjálf erum miklar fyrirmyndir fyrir grunnskólabörnin okkar.
Er ekki kominn tími til að hætta að taka þátt í þessu?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -