Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Rauðagerðismorðið: „Ég ætla að skera þig á háls. Ég ætla að skera börn­in þín á háls“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skýrslutaka í Rauðagerðismálinu er hafin fyrir dómi en fyrstur til að veita skýrslu er Angjelin Sterkajs en hann hefur játað morðið á landa sínum, Arm­ando Beqirai. Dómarinn bað hann að lýsa atburðunum sem urðu til þess að hann myrti Arm­ando Beqirai en samkvæmt frétt Mbl.is liggur Angjelin lágur rómurinn.

Segir Armando hafa hótað sér

Segir Angjelin að Armando ásamt fleiri mönnum hafi á heimili Armando, beðið hann að „taka“ börn Antons Kristins Þórarinssonar, oftast kallaður Toni en hann var einn þeirra sem í í upphafi málsins var færður í gæsluvarðhald en síðar sleppt.

Þá segir Angjelin að sér og börnum sínum hefði verið hótað lífláti og því hafi hann keypt sér byssu. Sagði hann ennfremur að hann hafi vonast eftir því að mennirnir sem hótuðu honum myndu telja hann hættulegan og því láta hann vera.

Sjá einnig: Þóranna Helga ekkja í Rauðagerði: „Alast upp án þess að eiga pabba, alveg ofboðslega góðan pabba“

Segist Angjelin hafa farið í snjósleðaferð 11. febrúar, tveimur dögum fyrir morðið en þar hafi hann fengið símtal frá Armando þar sem hótaði honum lífláti, „ég ætla að skera þig á háls. Ég ætla að skera börn­in þín á háls,“ segir Angjelin að Armando hafi sagt við sig í símatalinu. Bætti hann svo við að Armando hefði hótað því að senda fólk heim til fjölskyldu hans í Albaníu. Svaraði Angjelin þá Armando að hann skyldi þurfa að svara fyrir þær gjörðir sem Armando hótaði honum að gera.

Hitti aðra ákærða degi fyrir morðið

- Auglýsing -

Angjelin segist hafa, daginn fyrir morðið eða 12. febrúar, farið á bíl Tona í Borgarfjörð þar sem hann hitti fyrir Shpetim Qerimi en hann er einnig ákærður í málinu. Tjáði Angjelin honum að fólk væri að hóta sér. Þetta hafi verið seint um kvöld en hann tók með sér skammbyssuna sem hann notaði síðar við morðið. Hann hafi síðan sett byssuna í tösku og beðið ákærðu Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að fara með töskuna heim til sín. Samkvæmt Angjelin fór hann úr Borgarfirði daginn eftir, 13. febrúar. Segist hann hafa hringt í Claudiu þegar hann kom til Reykjavíkur sem hafði húslykla hans og beðið hana að sækja Shpetim. Eftir að hafa verið á heimili Sphetim um tíma hafi hann beðið Claudia að skutla sér heim. Þar beið fólk hans og bað hann Claudia að keyra aðeins lengra og leggja í stæði. Byrjaði hann svo að ganga í átt að húsi sínu.

Segist hann þá hafa séð að fólk beið hans á heimili hans og því hafi hann fengið sér göngutúr og hafa dulbúist með húfu á höfði. Ætlun hans var að bíða eftir að fólki færi af heimili sínu. Fimmtán mínútum seinna kom hann heim til sín og hafði höndina á byssunni en hann var hræddur því að fólk úr undirheimum Reykjavíkur hafi beðið á heimili hans.
Samkvæmt Mbl.is hafði Claudia sagt Angjelin um klukkan 23 að kvöldi 13. febrúar, hvar Armando væri að finna. Sagðist Angjelin enn hafa verið hræddur og viljað fara í sumarhús og bað hann Sphetim að koma með sér.

- Auglýsing -

Þeir tveir hafi þó þess í stað farið í Rauðagerði og bað Angjelin Sphetim að keyra bílinn. Hann hafi ætlað að hitta Armando og spjalla við hann undir fjögur augu. Þegar Angjelin kom heim til Armando var Armando í bílskúr sínum, samkvæmt Angjelin. Þegar Angjelin sá Armando taka um byssu sína sem lá í hillu í bílskúrnum hafi hann tekið upp skammbyssu sína og sett á hana hljóðdeyfi. Þegar Armando sá að Angjelin var mættur, segir Angjelin að hann hafi byrjað að hóta sér lífláti og börnum hans einnig og að hann hafi haft skammbyssu sína niðri með hliðum þegar Armando gerði sig líklegan til að ráðast á sig. Angjelin sagði þá við dómarann „ég tók upp byssuna og byrjaði að skjóta.“

Eftir morðið fór Angjelin í bílinn þar sem Sphetim beið og segir Angjelin að hann hafi ekki vitað að hann hefði rétt í þessu myrt Armando Begirai, „ég var ekk­ert að segja nein­um að ég hafi drepið hann.“

Sjá einnig: Angejlin Sterkaj hótaði að „fylla maga Armando af byssukúlum“ – Skömmu síðar stóð hann við það

Enginn vissi um morðið

Þeir Angjelin og Sphetim keyrðu síðan í Borgarfjörð en á leiðinni vildi sá síðarnefndi fara út til að kasta af sér vatni. Þar hafi Angjelin notað tækifærið og stigið út úr bílnum og hent morðvopninu í sjóinn. Það hafi reyndar tekið tvær tilraunir. Hann hafi svo verið með föt til skiptana í bílnum og skipt um föt. Segist hann svo hafa hringt í Claudi og athugað hvað hún væri að gera en hún sagðist vera að drekka heima hjá Angjelin. Hann segist þá hafa spurt hvort hún vildi ekki koma í Borgarfjörðinn, þau gætu þá drukkið saman.

Þá greip dómarinn inn í og spyr Angjelin hvort hann viti að þau sem eru ákærð í málinu séu ákærð fyrir samverknað og hvort hann haldi því fram að enginn hafi vitað um drápið. Angjelin fullyrti að enginn hafi vitað um morðið, hvort áður en það var framið, né eftir það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -