Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Reykjavík slítur vinasambandi: „Gengur gegn öllum gildum borgarstjórnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í morgun samþykkti Borgarráð einróma að slíta vinaborgasamstarfi við Moskvu. Frá árinu 2007 hefur samstarfssamningur verið í gildi á milli borganna.

Borgarstjóri átti fund með borgarstjóra Lviv 20. apríl og sendiherra Úkraínu á Íslandi  16. júní. Borgarstjóri hefur í framhaldi af umræðunnifundað með utanríkisráðherra  og utanríkisráðuneytið um málið sem gerir ekki athugasemdir við tillögu um slit á vinaborgarsamstarfi, samkvæmt upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar.

Borgarstjórn sendi frá sér eftirfarandi einróma ályktun vegna innrásarinnar í Úkraínu þann 1. mars:

Borgarstjórn Reykjavíkur fordæmir harðlega innrás Sambandslýðveldisins Rússlands í Úkraínu og lýsir samstöðu og stuðningi við fólkið í Úkraínu. Borgarstjórn skorar á ríkisstjórn Rússlands að draga hersveitir sínar til baka, lýsa yfir vopnahléi og koma á friði þegar í stað. Innrásin í Úkraínu er ólögleg og ómannúðleg – og með henni er friður í Evrópu rofinn. Borgarstjórn lýsir samstöðu með Kyiv, Kharkiv, Kherson og öðrum úkraínskum borgum og landsvæðum sem nú sæta árásum. Jafnframt lýsir borgarstjórn samstöðu með íbúum sem neyðast til að flýja heimili sín eða berjast varnarbaráttu við ofurefli. Innrás sem þessi gengur gegn öllum gildum borgarstjórnar Reykjavíkur og hvetjum við því ríkisstjórn Íslands og stjórnir vinaríkja til að taka á móti flóttafólki og veita allan þann stuðning sem þarf til að hjálpa úkraínsku þjóðinni að komast í gegnum þessar hörmungar. Reykjavíkurborg mun ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum og lýsir sig tilbúna til að taka á móti fólki á flótta.

 

Að ráðgjöf borgarlögmanns verður leitað viðbragða borgarstjórnar Moskvu áður en slit, á vinaborgarsamstarfi og ofangreindum samningi, verða formlega orðin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -