Föstudagur 17. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Ríkissaksóknari Namibíu leitar aðstoðar Interpol við að hafa upp á þremur Íslendingum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Saksóknari lagði fram ósk um aðstoð Interpol í Hæstarétti í Windhoek, höfuðborg Namibíu í vikunni. Málið snýr að þeim Ingvari Júlíussyni, Agli Helga Árnasyni og Aðalsteini Helgasyni en saksóknari vill að þeir beri vitni um atriði rannsóknarinnar, samkvæmt frétt Allgemeine Zeitung í Namibíu.

Mennirnir stýrðu allir eða komu að stjórnun fyrirtækja Samherja í Namibíu. Aðalsteinn og Egill Helgi voru framkvæmdastjórar Samherja í Namibíu. Egill Helgi er ákærður vegna starfa sinna fyrir Esju Holding og Mermaria Seafood Namibia. Ingvar var fjármálastjóri og er ákærður vegna starfa fyrir Saga Seafood, Esja Investment og Heinaste Investments.

Ríkissaksóknari Namibíu hefur farið þess að leit við Interpol að alþjóðalögreglan aðstoði við að hafa upp á þessum þremur Íslendingum vegna rannsóknarinnar á Samherjaskjölunum. Þremenningarnir hafa farið fram á að fá að bera vitni að utan og að þurfa ekki að fara til Namibíu í þeim erindagjörðum en saksóknari segist bjartsýnn á að mennirnir verði færðir til Namibíu.

Saksóknari í Namibíu gaf út ákæru á hendur mönnunum í fyrra, sem og framsalsbeiðni til íslenskra stjórnvalda en henni var hafnað enda framselja stjórnvöld ekki íslenska ríkisborgara.

Saksóknari segir yfirvöld í Namibíu hafa meira en næg sönnunargögn í höndunum til að réttlæta aðkomu Interpol og segir Íslendingana þrjá ekki hafa lagt neitt fram sem sýni annað. Hún segir þá nú reyna allt hvað þeir geti til að afmá spor sín og sannanir. Samherji sé ekki lengur með neina íslenska starfsmenn í landinu.

Hún bætir því við að Ingvar Júlíusson, fulltrúi mannanna, hafi neitað að upplýsa hvar, hvenær og hvernig hann hafi fengið umboð mannanna til þess að óska eftir því að bera vitni utanlands frá.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -