Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Róbert bað um sjónvarp og landsmenn táruðust: „Vel gert, þú ert góður maður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Færsla Róberts Árna Sigþórssonar inn á Brask og brall virðist hafa brætt hjörtu flestra sem sáu hana. Hún sýnir vel hve mikill samtakamáttur landsmanna getur verið þegar á reynir. Róbert var harla vongóður þegar hann óskaði eftir sjónvarpi fyrir veikan eldri mann sem hann kynntist vegna vinnu sinnar. Sá gamli er með krabbamein og sjónvarp hans ónýtt.

Róbert skrifar innan hópsins: „Nú langar mig að reyna á mátt FEISBÚKKS…Ég var í dag vinnu minnar vegna heima hjá gömlum manni sem á rosalega bágt með tvenns konar krabbamein. …Sjónvarpið hans gamalt og ónýtt og enginn afgangur til kaupa á nýju. því langar mig að athuga hvort einhver hér eigi fyrir manninn tæki sem er ekki í notkun og mætti fara til mannsins?? Ég myndi koma og sækja það og fara með til hans. Tegund og aldur skiptir engu máli, bara að það virki og sé 32″ – 42″ að stærð,“ skrifar hann.

Viðbrögðin stóðu ekki á sér. Tugir Íslendinga buðu fram aðstoð sína og vildi hjálpa gamla manninum. Margir sögðust hafa tárast og hrósuðu Róbert. Sá fyrsti sem skrifar athugasemd segir: „Ég skal borga helming ef þú finnur eh notað“ og sá næsti bætir við það: „Skal borga hinn helminginn.“. Að lokum var sjónvarp sem ung kona bauð fyrir valinu.

Flestir skrifa þó athugasemd til að tjá hughrif. „Þú ert með fallegt hjartalag vinur,“ skrifar einn. Annar segir þetta hinn rétta jólaanda. „Elska þessa gjafmildi hjá löndum mínum. Megið þið eiga extra spes yndisleg jól!“

Þriðji segir: „Vel gert, þú ert góður maður“ meðan annar segir: „Ég er nú bara með ryk í augunum eftir þennan lestur“.

Svona mætti lengi telja en einn athugasemd kjarnar málið líklega best: „Það er yndislegt og ómetanlegt að sjá hve margir hlaupa til og eru tilbúnir til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Ég er svo stolt af þeim sem alltaf hlaupa upp til handa og fóta þegar á bjátar hjá fólkinu í landinu okkar hvort sem það er flóttastúlkan okkar frá Afríku eða gamall fátækur Íslendingur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -