Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Rósa syrgir Ágúst bróður sinn: „Ég mun alltaf geyma bróður minn í hjarta mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rósa Guðmundsdóttir listakona bölvar þeim sjúkdómi sem felldi ungan bróður hennar, Ágúst Herbert Guðmundsson körfuboltaþjálfara, á dögunum. Hún mun geyma bróður sinn í hjarta sér að eilífu og hefði gefið allt til að bróður hennar hefði fengið lækningu.

Ágúst lést á nýársdag, aðeins 53 ára gamall. Hann var fæddur 26. ágúst 1967 á Patreksfirði. Ágúst greindist sumarið 2017 með hreyfitaugahrörnun, MND, og háði harða baráttu við þann illvíga sjúkdóm.  Eiginkona Ágústs er Guðrún Gísladóttir og eiga þau þrjú börn, Ásgerði Jönu, Júlíus Orra og Berglindi Evu.

Rósa fer fögrum orðum um bróður sinn í færslu á Facebook. „Elskulegur bróðir minn Ágúst hefur lagst til hvílu eftir hetjulega baráttu við MND aðeins 53 að aldri þann 1sta Janúar. Fáir menn unnu eins hart og hann og voru til staðar fyrir fjölskyldu sína eins og hann. Hann er fyrirmynd margra og yndislegur og skemmtilegur persónuleiki. Ég mun alltaf geyma bróður minn í hjarta mér og bölva þessum sjúkdóm,“ segir Rósa og bætir við:

„Mér hefur aldrei liðið eins vanmáttug að horfa upp á hrörnunarferli þessa sjúkdóms sl tvö ár í bróður mínum síðan hann varð hjólastólsbundinn. Ég óska lækningar fyrir þennan sjúkdóm og ALS sem fyrst. Ég hefði gefið allt til að hann fengi að heilast. Ég elska þig að eilífu og mun vera til staðar fyrir fjölskyldu þína eftir fremsta megni elsku bróðir. Þín systir, Rósa.“

Ágúst flutti til Akureyrar árið 1982, þá 15 ára gamall. Æfði hann þar körfubolta stíft og tók þátt í ýmsu sjálfboðaliðastarfi. Þá varð hann árið 1992 aðalþjálfari hjá körfuknattleiksdeild Þórs. Ágúst var sigursæll þjálfari og árið 1998 tók hann að sér að þjálfa meistaraflokk Þórs og tímabilið 2000-2001. Þar náði Þór besta árangri sínum í efstu deild undir hans stjórn.

- Auglýsing -

Ágúst naut mikillar virðingar í körfuboltasamfélaginu á landsvísu. Hann var traustur, ljúfmenni en um leið mikill leiðtogi. Fjölmargir minnast Ágústs með hlýjum orðum. Einn af þeim er Falur Harðarson, gömul körfuknattleikskempa úr Keflavík. „Gústi var mikill öðlingur og verður sárt saknað. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina,“ sagði Falur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -