Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

RÚV keypti „heimildarmynd“ um jarðgöng af N4:„Þáttur um jarðgöng eftir upplýsingafulltrúa Samherja“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Á dagskrá RÚV í gærkvöld var myndin/Þátturinn Jarðgöng og var hann kynntur sem:

„Íslensk heimildarmynd um samfélagsleg áhrif jarðganga á Norðurlandi.“

Sýning hefur valdið miklu fjaðrafoki, en um er að ræða þátt sem var framleiddur af N4 árið 2019, sem RÚV keypti og sýndi í gærkvöld.

Karl Eskil Pálsson hafði umsjón með þættinum, en Karl starfar sem upplýsingafulltrúi Samherja, en hann starfaði árið 2019 fyrir N4.

Vegagerðin kostaði þáttinn/myndina og Sóknaráætlun Norðurlands eystra, sem er verkefni sem var ætlað að efla byggðaþróun.

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar og varaformaður Blaðamannafélagsins, var ekki sáttur:

- Auglýsing -

„Þetta er náttúrulega ekki blaðamennska þó það kunni að hafa ásýnd blaðamennsku og framsetningin sé með þeim hætti. Þarna eru Vegagerðin og Sóknaráætlun Norðurlands eystra að kosta gerð þessa þáttar og í mínum huga þýðir það að þetta er kynningarmynd en ekki heimildarmynd.“

Annar blaðamaður, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, gagnrýndi einnig sýninguna á Facebook síðu sinni:

„Mæringarþáttur um jarðgöng á Norðurlandi eftir upplýsingafulltrúa Samherja, sem hafði áður verið sýndur á annarri sjónvarpsstöð, á prime time á RÚV í gær.

- Auglýsing -

Lítill fókus á að Vaðlaheiðargöng ehf. skulda ríkinu tæpa 19 milljarða sem félagið getur ekki borgað.“

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði myndina hafa staðið allar kröfur:

„Við keyptum hana og við göngum frá kaupum og sýningarrétti á myndinni sem heimildarmynd.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -