Sunnudagur 28. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Samherjaskjalið varðveitt hjá Seðlabankanum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Seðlabanki Íslands varðveitir enn skjal sem Helgi Seljan fréttamaður afhenti bankanum árið 2012. Þar er um að ræða skjalið umdeilda sem var undirstaða Kastljóssþáttar um meint gjaldeyrislagabrot útgerðarfyrirtækisins Samherja og mikill styr hefur staðið um. Brot sem snerust um sölu afurða á undirverði til dótturfélags fyrirtækisins.

Afrit umrædds skjals er enn í vörslu bankans

Samherjamenn hafa reynt mikið að koma höggi á bæði Helga og RÚV vegna umfjöllunar um fyrirtækið og hefur fyrirtækið hamrað á þessu skjali sem Seðlabankinn geymir í sínum fórum. Fyrst birti útgerðarfyrirtækið eigið myndband sem gekk út á það að sýna fram á að umrætt skjal, sem þá gekk undir heitinu skýrsla, hefði aldrei verið til og því tilbúningur fréttamannsins og liður í fölsun frétta.

Þegar sá málflutningur var rekinn tilbaka birti Samherji annað myndband sem gekk útá að sýna fram á óheiðarleika RÚV þar sem umrætt skjal væri ekki einu sinni varðveitt hjá stofnuninni. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri staðfesti að skjalið væri ekki í skjalasafni RÚV enda hefði það verið afhent Seðlabankanum árið 2012.

Í fyrirspurn Mannlífs til Seðlabanka Íslands staðfestir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri á skrifstofu seðlabankastjóra, að skjalið er varðveitt hjá bankanum. Vegna þagnarskyldu bankans hafnar hann beiðni Mannlífs um að fá aðgang að skjalinu. „Seðlabanki Íslands getur staðfest að hafa á árinu 2012 tekið á móti gögnum frá fréttamanni RÚV, m.a. afriti af skjali með heitinu „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“. Afrit umrædds skjals er enn í vörslu bankans. Með vísan til þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands er beiðni þinni um aðgang að umræddu skjali hafnað. Á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun þessa undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál og skal það gert innan 30 daga frá tilkynningu um ákvörðun, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga,“ segir Stefán Jóhann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -