Föstudagur 13. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

Ekkert sem bendir til spillingar í öðrum löndum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Norski Miðillinn DN greinir frá því að Samherji stefni á að hætta starf­semi sinni í Afríkuríkinu fyrr en á­ætlað var.  

„Stefnt er að því að vera burt frá Namibíu einhvern tímann á næstu mánuðum,“ segir Geir Sviggum, hjá norsku lög­manns­stofunni Wik­born Rein, sem hefur umsjón með innri rann­sókn á við­skiptum Samherja í Namibíu. Starfandi forstjóri Samherja, Björgólfur Jóhannson, hefur áður sagt fyrirtækið ætla að hætta þar starfsemi, en af svörum Geirs má ráða að ferlinu verði flýtt.

Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Eins og kunnugt er greindu fjölmiðlar, þar á meðal RÚV og Stundin, frá því á dögunum að fyrirtækið, sem er umsvifamesta útgerðarfélag Íslands með um 111 milljarða króna eigið fé, stundaði stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmála- og embættismanna í Namibíu til þess að ná undir sig fiskveiðikvóta. Í umfjöllun miðlanna kom fram að það hafi á síðustu árum greitt á annan milljarð króna í mútur og í Stundinni var m.a. farið út í flókið net skattaskjólaviðskipta Samherja.

Í framhaldi réði stjórn Sam­herja fyrirgreinda lög­manns­stof­u, Wik­borg Rein, til að rann­saka sín mál en í áðurnefndu samtali við DN segir Geir ennfremur að ekkert hafi komið upp í rannsókn stofunnar sem gefi til kynna að ásakanir um peningaþvætti eða spilling nái til starfsemi fyrirtækisins í öðrum löndum. Vinna stofunnar fram til þessa bendi til að þær eins­korðist við starf­semina í Namibíu. Þá lætur Geir hafa eftir sér í viðtalinu að rekist lögmannsstofan á eitthvað gagnýnisvert þá verði tekið á því. Samherji vilji læra af málinu.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -