Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Samherji sagður græða 5000 milljónir á mútum: Dómsmálaráðherra fékk 200 milljónir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Saksóknari í Namibíu metur ólöglegan ávinning Samherja af milliríkjasamningi vegna kvóta á hrossamakríl vera 4,7 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins sem vísar í dagblaðið Namibian.
Samningurinn um hrossamakríl er á milli Namibíu og Angóla og varð til fyrir tilstilli fyrrverandi dómsmálaráðherra og fleiri lykilmanna sem grunaðir eru um að hafa þegið mútur frá Samherja. Saksóknarinn krefst kyrrsetningar á eigum sex félaga í eigu Samherja auk annarar félaga sem komið hafa að málum.  Ólöglegur ávinningur Samherja af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda, sem nú er til rannsóknar vegna gruns um mútur og spillingu, er metinn á 548 milljónir Namibíudollara, jafnvirði um 4,7 milljarða íslenskra króna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir þarlendum dómstól um kyrrsetningu á eignum fjölmargra félaga vegna rannsóknar á þessum hluta Samherjamálsins, þeirra á meðal sex félaga á vegum Samherja.

Til grundvallar upphæðinni eru 50 þúsund tonn af hrossamakrílskvóta sem Samherji er sagður hafa fengið út úr samningnum, reiknað yfir í markaðsvirði. Til stuðnings kröfunni er 255 blaðsíðna eiðsvarin yfirlýsing saksóknarans Mörthu Imalwa.

Í yfirlýsingunni segir saksóknarinn að þeir fimm menn sem ákærðir eru í Samherjamálinu hafi fengið 170 milljónir namibískra dollara, hálfan annan milljarð, í greiðslur frá umræddum félögum, tengdum Samherja. Þar af hafi Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fengið yfir 200 milljóna króna. Bernard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er sagður hafa fengið 100 milljónir króna í sinn hlut.

Þorsteinn Már Baldvnsson, forstjóri Samherja, hefur þvertekið fyrir að félagið hafi notað mútur til að ná sér í veiðiheimildir í Namibíu. Forstjórinn hefur lýst ábyrgð á hendur undirmanns síns í Namibíu. Samherji hefur gefið út nokkur myndbönd á  youtube til að draga fram sína hlið á málum. Þá hefur Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, verið  sérstaklega í skotlínu fyrirtækisins og sætti ógnunum af verktaka Samherja, Jóni Óttari Ólafssyni, sem sat fyrir honum og sendi SMS úr númeri sem  var óskráð. Hann var einnig sakaður um að hafa hótað  Inga Frey Vilhjálmssyni, blaðamanni Stundarinnar, með svipuðum hætti. Samherji greiddi Jóni Óttari 135 nilljónir króna fyrir störf sín.

Samherji hefur orðið fyrir miklum ímyndarhnekki vegna málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -