Þriðjudagur 28. mars, 2023
-2.2 C
Reykjavik

Sara: „Hef horft upp á dómara dæma menn seka þar sem engin haldbær sönnunargögn voru fyrir hendi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sara Pálsdóttir lögfræðingur og dáleiðari tjáir sig um dómskerfið og dómara hér á landi, í færslu á Facebook-síðu sinni:

„Þegar ég byrjaði minn lögmannsferil hafði ég óbilandi trú á dómstólum og réttarkerfinu og „réttlæti“ þess.

Ég man sjokkið sem ég fékk þegar eldri og reyndari lögmaður sem var á móti mér í einu af mínum fyrstu málum sagði mér að „hér“ (hjá dómstólum) væri ekkert réttlæti að finna.

Sara trúði „ekki orðum hans en reynslan hefur því miður sýnt mér ýmislegt sem studdi við þessi sorglegu orð.“

Hún bætir við að „ég hef horft upp á dómara dæma menn seka fyrir glæp þar sem engin haldbær sönnunargögn voru fyrir hendi sem sýndu fram á að glæpur hefði verið framinn og hvað þá af viðkomandi. Ég hef séð dóma þar sem dæmt er þvert á lög og dómafordæmi, augljóslega. Ég hef séð dóma þar sem því er sleppt að fjalla um málsástæður eða málatilbúnað, sennilega af því að það passar ekki við niðurstöðu dómsins að fjalla um þær.“

Segir að endingu:

- Auglýsing -

„Þá er rökstuðningur dóma oft á tíðum mjög rýr og mér hefur sýnst að dómarar dæma stundum eftir skoðun eða geðþótta fremur en lögum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -