Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Segir móður sína margoft hafa beitt sig ofbeldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kona sem varð fræg hér á landi við þátttöku í söngvakeppni hlaut á dögunum fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi, í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir að lemja 13 ára gamlan son sinn ítrekað með flötum lófa. Móðurinni var einnig gert að greiða syni sínum hálfa milljón í miskabætur. Atvikið átti sér stað 19. febrúar á síðasta ári.

Fyrrum sambýlismaður konunnar var sýknaður af ákæru um að hafa haldið drengnum föstum á meðan hún sló hann. Var hann talinn hafa verið að koma í veg fyrir að drengurinn „hjólaði í móður sína“.

Mæðginunum sinnaðist þegar móðirin reyndi að fá son sinn til að hætta spila tölvuleikinn Fortnite, með fyrrgreindum afleiðingum.
Það var orðið áliðið og vildi móðirin að drengurinn færi að sofa. En samkvæmt skýrslu lögreglu sagði móðirin son sinn hafa verið henni mjög erfiður mánuðina á undan og dvalið löngum stundum í tölvuleiknum Fortnite, sem hafi gert hann mjög æstan. Vildi hún meina að hann væri kominn með „tölvusturlun“.

Eftir því er fram kemur í gögnum málsins sagði drengurinn „móður sína reiðast auðveldlega, oft kalla hann illum nöfnum, svo sem fávita og tussu, og margoft hafa beitt hann ofbeldi frá því hann hóf grunnskólagöngu en þó ekki neitt í líkingu við ofbeldið 19. febrúar. Auk þess að slá brotaþola hafi hún oft sparkað í fætur hans, þótt hann gæti ekki nefnt einstök tilvik í því sambandi.“

Í bréfi barnaverndar barst lögreglu beiðni um að rannsaka meint heimilisofbeldi gegn drengnum. Þá bjó hann ásamt móður sinni og þáverandi sambýlismanni hennar.

Lýsir drengurinn atburðinum svo að „hann hafi ekki viljað fara að sofa um kl. 23 að kvöldi 19. febrúar, þegar hann var um það beðinn, enda í fríi frá skóla daginn eftir. Við þetta hafi móðir hans reiðst, slegið hann í andlitið og hann sagt „ég lem þig ef þú gerir þetta aftur“.

- Auglýsing -

Sambýlismaður móður hans hafi þá blandað sér í málið, hann verið mjög reiður, tekið í hendur hans og haldið þeim fyrir  aftan  bak,  því  næst  lagt  hann  í  sófa  og  móðir  hans  í  framhaldi  slegið  hann þrisvar sinnum í andlitið,“ með þeim afleiðingum að blæddi úr munni hans.

Móðir drengsins neitaði því að hafa slegið drenginn og vildi meina að hann hefði blóðgast þegar hún tók fyrir munn hans til að þagga niður í öskrum hans. Hún hefði gleymt því að hann hefði nýverið fengið spangir og þær hafi rispað hann til blóðs er hún tók fyrir munn hans.

Í dómi málsins segir það vera hafið yfir skynsamlegan vafa að hún hafi veist að brotaþola með ofbeldi og slegið hann ítrekað í andlitið með flötum lófa með þeim afleiðingum að blæddi úr munni hans.
Þar segir jafnframt: „Háttsemi ákærðu gagnvart barni sínu var þess utan ógnandi, ruddaleg, ósiðleg og undir engum kringumstæðum réttlætanleg og þykir hún að því leyti varða refsingu.“

- Auglýsing -

Drengurinn býr nú hjá föður sínum og hefur gert síðan atvikið átti sér stað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -