Senda frá sér nýja plötu 10 árum síðar

Deila

- Auglýsing -

Vestmannaeyjahljómsveitin Foreign Monkeys ætlar að senda frá sér sína aðra plötu, Return, þann 2. apríl næstkomandi.

Return er fyrsta útgáfa sveitarinnar í tíu ár eða síðan platan π (Pí) kom út 2009. Foreign Monkeys hóf vinnu við Return á árunum 2011-2013 en bandið lagðist síðan í dvala. Meðlimir sveitarinnar komu svo aftur saman snemma árs 2018 og ákváðu að ljúka við verkið.

Fyrsta smáskífa plötunnar kom út í lok febrúar og nefnist Won’t Confess en lagið er sjálfstætt framhald sögu af bankaráni sem hófst í laginu Million, upphafslagi π (Pí) fyrstu plötu sveitarinnar. Foreign Monkeys sendu nýlega frá sér myndband við lagið.

Return kemur út á vínyl í takmörkuðu 300 platna upplagi og einnig á öllum helstu tónlistarveitum.

https://www.youtube.com/watch?v=bTyN5FsnXts

 

 

- Advertisement -

Athugasemdir