2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Senda frá sér nýja plötu 10 árum síðar

Vestmannaeyjahljómsveitin Foreign Monkeys ætlar að senda frá sér sína aðra plötu, Return, þann 2. apríl næstkomandi.

Return er fyrsta útgáfa sveitarinnar í tíu ár eða síðan platan π (Pí) kom út 2009. Foreign Monkeys hóf vinnu við Return á árunum 2011-2013 en bandið lagðist síðan í dvala. Meðlimir sveitarinnar komu svo aftur saman snemma árs 2018 og ákváðu að ljúka við verkið.

Fyrsta smáskífa plötunnar kom út í lok febrúar og nefnist Won’t Confess en lagið er sjálfstætt framhald sögu af bankaráni sem hófst í laginu Million, upphafslagi π (Pí) fyrstu plötu sveitarinnar. Foreign Monkeys sendu nýlega frá sér myndband við lagið.

Return kemur út á vínyl í takmörkuðu 300 platna upplagi og einnig á öllum helstu tónlistarveitum.

AUGLÝSING


 

 

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is