Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Sigmundur þarf að velja á milli Gunnars Braga eða kvenna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti og áhrifamaður í Miðflokknum, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að ef flokkurinn ætli sér að bæta fylgið þá verði flokkurinn að losa sig við Gunnar Braga Sveinsson. Halldór segir margar konur ekki geta hugsað sér að kjósa Miðflokkinn vegna hans og ofan á það sé hann óvinsæll meðal bænda.

Gunnar Bragi hefur verið nánasti bandamaður Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar og kann það að skýra ástæðu þess að lögum flokksins var breytt, að svo virðist, til að tryggja honum varaformannssæti flokksins. Vígdís Hauksdóttir hugðist bjóða sig fram en nú hefur embætti varaformanns lagt niður og þingflokksformaðurinn mun gegna skyldum hans.

Halldór telur ljóst að aukalandsþingið haldið til þess að tryggja stöðu Gunnars Braga Sveinssonar. „Sannarlega tel ég að það hafi verið brýnt að ákveða hver staða Gunnars Braga Sveinssonar ætti að vera. Það kom þó hvergi fram í beinni tillögu, hvað þá að það væri sagt. Í viðræðum við flokksmenn um þetta hef ég heyrt til skiptis að staða hans hefði verið tryggð óbreytt eða að með þessu hafi flokkurinn losnað við hann. Ef flokkurinn á að ná þeirri stöðu sem formaðurinn talaði fyrir verður flokkurinn að ná jafnt til karla og kvenna, sem ég tel að flokkurinn muni ekki gera með framboði Gunnars Braga Sveinssonar við næstu alþingiskosningar,“ skrifar Halldór.

Halldór segir að það sé alltaf það sama nefnt þegar viðkomandi segist ekki vilja Gunnar Braga. Hann segir þó ekki hver sú ástæða er. „Skoðanakannanir sýna að konur kjósa síst flokkinn. Þetta staðfestir síðasta framboð flokksins til sveitarstjórnar á Austurlandi á sinn hátt. Næstum án undantekningar heyri ég eiginkonur manna hliðhollra Miðflokknum segja við mig: Ég kýs ekki Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig fram. Þegar ég spyr um ástæður er svarið það sama sem ég þarf ekki að endursegja, því allir virðast sammála um ástæðuna,“ segir Halldór.

Ofan á þetta segir hann að Gunnar Bragi fæli bændur frá flokknum. „Bændur hliðhollir Miðflokknum hafa margir sagt það sama við mig, að viðbættri gagnrýni á forystu Gunnars sem utanríkisráðherra, að láta samþykkja viðskiptabann á Rússland að beiðni ESB, sem hefur kostað íslenskan landbúnað og sjávarútveg marga milljarða á ári, samhliða því að Evrópubandalagslönd hafa nær engan skaða borið af ákvörðuninni. Einnig að ekki hefði endanlega verið lokið í hans ráðherratíð að afturkalla umsókn um inngöngu í ESB, sem væntanleg Samfylkingarvinstristjórn mun auðveldlega geta endurnýjað og náð fram.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -