Þriðjudagur 30. maí, 2023
6.8 C
Reykjavik

Sigursteini snerist hugur: „ESB er langt í frá fullkomið en betra gerist það ekki í henni veröld“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sigursteinn Másson skrifar á Facebook að hann hafi haft efasemdir um aðild Íslands að ESB, en að það hafi breyst.

„Ég hafði efasemdir um ESB áður fyrr en er sannfærður í dag um að sambandið er það besta sem gerst hefur í Evrópu og að við eigum ekki aðeins fullt erindi þangað inn heldur ber okkur ákveðin skylda til að stiga það skref bæði okkar sjálfra vegna og þeirra sem í álfunni deila svipuðum gildum og við.“

Segir Sigursteinn að „stríðið í Úkraínu er áminning um að lýðræðisþjóðir sem deila svipuðum gildum frelsis og mannréttinda verða að axla sameiginlega ábyrgð. Uppgangur fasistahreyfinga i álfunni sýnir nauðsyn yfirþjóðlegra samtaka. Sjáðu Pólland og aðför þarlendra stjórnvalda að sjálfstæði dómsstóla. Sjáðu tilraunir Orbans í Ungverjalandi að efla áhrif Rússa í Evrópu og víkja frá áratuga mannréttindakröfum ESB sem hafa varið minnihlutahópa gegn kúgun og ofsóknum.“

Bætir við:

„Sjáðu hvernig ESB hefur lyft upp lífskjörum verkafólks í Suður og Austur Evrópu. Sjáðu umhverfismálin sem ESB hefur forystu um að leiða og sjáðu hvernig þrátt fyrir allt bandalagið hefur tryggt lengri friðartímabil í Evrópu en áður hafa þekkst á sögulegum tímum. ESB er langt í frá fullkomið en betra gerist það ekki í henni veröld.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -