Föstudagur 26. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Sigurþór þráði að deyja: „Ég var ógeðslega grannur og vond lykt af mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þá er ég bara orðinn dópisti og farinn að nota á hverjum einasta degi. Það snýst allt um það að eiga kók, eða róandi lyf eða áfengi. Ég reyndi eitthvað að berjast í gegnum þetta og segja öllum að þetta væri ógeðslega gaman en það var það alls ekki,“ sagði Sigurþór Jónsson sem barist hefur við alkóhólisma frá 16 ára aldri.

Í Íslandi í dag í gær sagði Sigurþór frá baráttu sinni við alkóhólisma, erfiðri æsku, föðurmissi sínum og fleira.

Sigurþór ólst upp með ofbeldisfullan og drykkfelldan stjúpföður á heimilinu:
„Þegar hann drakk var ég alltaf með kvíða sem byggðist alltaf upp með árunum. Hann beitti fjölskylduna bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi og ég held að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað hann væri að gera.“

Hann segir þó lífið fyrst hafa orðið verulega erfitt þegar hann var um þrítugt. Faðir Sigurþórs lést úr krabbameini og segir hann hlutina hafa þá breyst hratt.

„Þá er ég bara orðinn dópisti og farinn að nota á hverjum einasta degi. Það snýst allt um það að eiga kók, eða róandi lyf eða áfengi. Ég reyndi eitthvað að berjast í gegnum þetta og segja öllum að þetta væri ógeðslega gaman en það var það alls ekki. Þarna er ég byrjaður að særa fjölskylduna mína meira en nokkur tímann ég hefði geta gert mér grein fyrir. Þarna þarf mamma mín að leita sér gríðarlegrar hjálpar og hún grennist ógeðsleg hratt og öll fjölskyldan mín á um sárt að binda. Þetta var ekki eitthvað sem ég var að hugsa þá, svo sannarlega ekki. Ég kom mér í gríðarlega miklar skuldir og eyddi þessum arfi mínum mjög hratt og örugglega, því miður.“

Þrátt fyrir að hafa skuldað margar milljónir sem fjölskylda hans sá um að greiða til þess að forða honum frá því að skulda óæskilegu fólki, stoppaði það ekki Sigþór í neyslunni.

- Auglýsing -

Árið 2013, eftir að hafa verið á götunni í nokkra mánuði fór hann í meðferð. Tveimur árum síðar byrjaði hann að selja fíkniefni, sem varð til þess á endanum að hann féll og sökk dýpra en nokkru sinni fyrr.

„Ég vonaðist eftir því að fá að deyja“

„Þarna er ég í því í rauninni í fjórtán mánuði. Búið að taka bílinn af mér, kredit- og debetkortin farin og bara búið að svipta mig. Það átti bara eftir að svipta mig upp á geðdeild á Landspítala. Ég var farinn að haltra og með kæki í augunum og bjó á götunni. Ég var ógeðslega grannur og vond lykt af mér. Ég var vakandi meira og minna allt þetta ár og náði mest að vera vakandi í fjórtán daga í röð“.

Á þessum tíma voru vinir og fjölskylda Sigurþórs endanlega búin að gefast upp á honum og gerðu ekki ráð fyrir að hann myndi ná að snúa við blaðinu úr því sem komið var.

- Auglýsing -

„Ég vonaðist eftir því að fá að deyja út af vanlíðan. Ég sá enga leið og hugsaði með mér, jæja Sigurþór nú þarft þú að fara koma þér í burtu. Þú þarft eiginlega að fara drepa þig og þetta er í mér mjög lengi. Ég fæ heimsókn frá handrukkara og mér eru settir einhverjir afarkostir. Ég sé mig ekki koma mér út úr þessu og þarna sá ég svartasta skammdegi í lífi mínu.“

Nú hefur Sigurþór hins vegar verið edrú í tæpa fjóra mánuði en segist alltaf vera hræddur um að falla.

„Það hef ég aldrei verið og það er ákveðið batamerki. Ég er skíthræddur við það að falla, verða stjórnlaus og vita ekki hvað ég á að gera. Þetta er bara einn dagur í einu,“ sagði Sigurþór.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -