• Orðrómur

Sjáðu verðlaunamynd Írisar – Hlaut Evrópuverðlaun fyrir djarfa og hugvekjandi mynd

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Íris Lilja Jóhannsdóttir vann til verðlauna fyrir ljósmyndina sína „Sæt tortíming“ í ljósmyndakeppni á vegum Umhverfisstofnunar Evrópu.

„Myndin fjallar um það hvernig mennirnir eru að sleikja upp auðlindir jarðarinnar og fegurð hennar. Ég bjó til húmoríska viðlíkingu þar sem að manneskja er að sleikja ískúlu sem er jörðin“.

Dómnefnd á vegum Umhverfisstofnunar Evrópu þótti yfirlýsing Írisar djörf og hugvekjandi um neyðarástandið í heiminum. Keppnin kallast Climate Change PIX. Íris er nemandi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, þetta er í annað skipti sem ljósmynd frá þeim skóla vekur athygli á erlendri grundu.

Verðlaunamyndin.

Í verkefninu Ungt umhverfisfréttafólk fjalla nemendur um málefni sem tengjast sjálfbærni á gagnrýninn hátt, koma með hugmyndir að lausnum og miðla þeim með ólíkum leiðum. 455.000 nemendur í 44 löndum taka árlega þátt í verkefninu. Verkefnið var í boði hérlendis í annað sinn sl. vetur og er rekið af Landvernd. Tíu framhaldsskólar og fjórir grunnskólar tóku þátt að þessu sinni, en fjölmargir hópar voru innan hvers skóla.

Íris var sigurvegari Ungs umhverfisfréttafólks á Íslandi á framhaldsskólastigi árið 2021 og komst verkefnið hennar einnig í undanúrslit í alþjóðlegu keppni YRE (young reporters for the environment). Íris segist ennþá vera að meðtaka fréttirnar um sigurinn, en er himinánægð með verðlaunin.

Í háværri umræðu um loftlagskvíða er ætlunin að verkefnið valdefli ungt fólk og gefi þeim tækifærin til þess að hafa áhrif á umhverfismál. Verkefnið skapar nemendum vettvang til að kynna sér umhverfismál og koma upplýsingum á framfæri á skapandi hátt.

- Auglýsing -

Áhugasamir geta fljótlega fengið myndina hennar Írisar að láni og hengt hana uppi í stofu hjá sér. Hún verður aðgengileg í Artótekinu, listlánadeild Norræna hússins.

Heimild: Landvernd

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -