Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Skotinn til bana á rúntinum: „Núna get­um við tekið fyrstu skref­in í að græða sár­in“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslendingur var stadd­ur með fjöl­skyldu­vini er skotið var á þá báða fyr­ir fram­an versl­un í Tulsa í Okla­homa 8. september 2012 með þeim af­leiðing­um að Íslendingurinn lést samstundis.

Dave Wal­ker, rann­sókn­ar­lög­reglumaður hjá lög­regl­unni í Tulsa. Mynd/skjáskot

Morgunblaðið fjallaði um málið á sínum tíma. Dave Wal­ker, rann­sókn­ar­lög­reglumaður hjá lög­regl­unni í Tulsa, sagði að maður­inn, sem var í bílnum með Íslendingnum hafi heitið John White og verið ná­granni og vin­ur fjöl­skyldu hins látna. Hann hafi verið í heim­sókn á heim­ili þeirra kvöldið sem árás­in átti sér stað.

Að sögn Wal­kers bauðst White til að sækja drykki í nær­liggj­andi versl­un, QuikTrip. Hann bauð Íslendingnum með sér og móðir hans gaf leyfi fyrir því.

Walker lýsti því í frétt á News on 6 að: „Versl­un­in væri staðsett inn­an við mílu (um 1,61 km) frá húsi þeirra. White fór inn í búðina og verslaði. Hann sett­ist inn í bíl­inn og ætlaði að aka á brott þegar maður, sem tal­inn er hafa skotið á þá, hóf orðaskipti við White, sem að sögn vitna sner­ist um að White hefði ekið á mann­inn. Þau stóðu yfir í stutta stund áður en hinn grunaði hóf skot­hríð,“ seg­ir Wal­ker.

 

Ekkert fannst í öryggismyndavélum

Walker rannsóknarlögreglumaður seg­ir að ekki liggi fyr­ir hvar White á að hafa ekið á hinn grunaða. Ekk­ert í ör­ygg­is­mynda­vél­un­um bendi til þess að það hafi gerst á bíla­stæðinu þar sem skotárás­in átti sér stað.

- Auglýsing -

„Ég er sann­færður um að ég finn eitt­hvað á ör­ygg­is­mynda­vél­un­um. Það er ein­göngu tímaspurs­mál.“

Wal­ker seg­ir að næstu skref séu að skoða mynd­efni sem nær yfir lengri tíma og von­ast til að ein­hverj­um bregði fyr­ir sem pass­ar við lýs­ing­una á hinum grunaða. „Við telj­um að hann búi á svæðinu,“ seg­ir Wal­ker.

 

- Auglýsing -

Næstu skref að kanna fortíð þeirra

760 lög­reglu­menn vinna í höfuðstöðvum lög­regl­unn­ar í Tulsa. Í morðdeild lög­regl­unn­ar starfa níu rann­sókn­ar­lög­reglu­menn.

„Á milli 3 og 4 lög­reglu­menn vinna að rann­sókn máls­ins frá morðdeild­inni. Að auki eru um 20 lög­reglu­menn á vakt á ná­grenni svæðis­ins þar sem morðið átti sér stað. Þeirra hlut­verk er að kanna nán­ar minni­hátt­ar vís­bend­ing­ar sem ber­ast,“ sagði Wal­ker um rannsókn málsins á sínum tíma.

Að sögn Wal­kers á þessum tíma var eru næstu skref í rannsókninni þau að kanna fortíð Íslendingsins og Johns White. „Það er ekk­ert sem bend­ir til þess að hr. Þórs­son hafi tengst upp­tök­um þess sem gerðist.“

Það sem af er þessu ári (2012) hafa 33 morð verið fram­in í Tulsa.  Að sögn Wal­kers finn­ur lög­regl­an söku­dólga í um 80% til­fella. „Um 10-15% morða eru til­efn­is­laus og án þess að nein tengsl séu á milli árás­ar­manna og fórn­ar­lamba. Þegar við náum skot­mann­in­um get­um við von­andi skýrt bet­ur hvers vegna skotárás­in átti sér stað,“ seg­ir Wal­ker

Morðinginn reyndi að breyta útliti sínu

Jermaine Jackson, hinn ákærði. Mynd/skjáskot

Jackson var hand­tek­inn í bæn­um Mari­anna í Ark­ans­as-ríki, aust­an við Okla­homa. Rann­sókn­ar­lög­reglumaður­inn Dave Wal­ker, sem stýr­ir rann­sókn máls­ins, seg­ir að Jackson hafi klippt á sér hárið til að reyna að breyta út­liti sínu og hafi fengið hjálp til að flýja heima­borg sína Tulsa eft­ir morðið. Að sögn Wal­ker má þakka það upp­lýs­ing­um frá al­menn­ingi auk rann­sókn lög­reglu að hann fannst. M.a. hafi grun­sam­leg hegðun Jackson komið upp um hann, án þess að hægt sé að út­skýra það nán­ar á þessu stigi, þegar rannsóknin fór fram.

Þeir Jackson og Íslendingurinn voru á svipuðum aldri, 19 og 18 ára gaml­ir, og þekkt­ust, voru jafn­vel vin­ir að sögn Wal­kers. Ekki er ljóst hvort Jackson gerði sér grein fyr­ir því að Íslendingurinn hafi setið í bíln­um þegar hann hóf skot­hríð.

„Þetta er skráð hjá okk­ur sem af­leiðing deilna, en við höf­um ekki getað yf­ir­heyrt Jermaine Jackson ennþá. Hann er í 6 klukku­stunda öku­fjar­lægð frá okk­ur, en við erum á leið þangað núna og von­umst til þess að kom­ast til botn í mál­inu. Enn er mörg­um spurn­ing­um ósvarað, en að minnsta kosti er morðing­inn kom­inn af göt­un­um og það er alltaf já­kvætt.“

Dauðarefs­ing ólík­leg

Ungi maður­inn er á saka­skrá, en að sögn Wal­kers aðeins fyr­ir smá­vægi­lega glæpi. „Það er ein­hver minni­hátt­ar þjófnaður, ekk­ert sem lík­ist þessu, ekk­ert sem benti til þess að hann væri lík­leg­ur til að drepa tvo menn.“ Hann seg­ir viðbúið að Jackson verði í varðhaldi þar til rétt­ar­höld yfir hon­um hefj­ist, hvenær svo sem það verði. Ólík­legt sé að hon­um verði sleppt laus­um gegn trygg­ingu.

„Ég held að hann hafi ekki tök á því að greiða neins kon­ar trygg­ingu, enda má bú­ast við því að hún hlypi á millj­ón­um. En mér finnst ólík­legt að það verði yfir höfuð inni í mynd­inni. Hann hef­ur nú þegar reynt einu sinni að flýja, svo af hverju ætt­um við að vilja sleppa hon­um aft­ur.“

Dauðarefs­ing er við lýði í Okla­homa og raun­ar er Okla­homa það ríki Banda­ríkj­anna þar sem flest­ar af­tök­ur fara fram miðað við höfðatölu. Aðspurður seg­ist Wal­ker þó telja ólík­legt að Jackson verði dæmd­ur til dauða. „Mitt per­sónu­lega mat er að þetta mál sé þess eðlis að það upp­fylli ekki skil­yrðin fyr­ir dauðarefs­ingu.“

Iðraðist aldrei

Jermaine Jackson gafst tæki­færi til að ávarpa fjöl­skyld­ur fórn­ar­lamba sinna eft­ir að dóm­ur yfir hon­um var fall­inn en hann kaus að gera það ekki. Í rétt­ar­höld­un­um bar hann við sjálfs­vörn og eins við skýrslu­tök­ur hjá sak­sókn­ara.

Á það féllst rétt­ur­inn ekki og seg­ir Helena Jackson ekki hafa sýnt neina iðrun verka sinna. „Hann kaus að ávarpa ekki fjöl­skyld­ur fórn­ar­lamba sinna en núna er þetta búið. Rétt­lát­ur dóm­ur er fall­inn og við get­um farið að taka fyrstu skref­in fram á við.“

Dav­id Wal­ker, varðstjóri hjá morðdeild lög­regl­unn­ar í Tulsa í Okla­homa, seg­ir að lög­regl­an hafi yf­ir­heyrt Jermaine Jackson, mann­inn sem grunaður er um morðin á Íslendingnum og John White. Jackson er enn í haldi í Ark­ans­as og verður hann lík­lega flutt­ur til Okla­homa í næstu viku.

Þar bíður Jacksons tvö­föld ákæra fyr­ir morð af fyrstu gráðu, sem er hæsta stig morðs sam­kvæmt banda­rísk­um lög­um, og tákn­ar að morðið hafi verið framið af ráðnum hug. Sam­kvæmt Wal­ker get­ur dauðarefs­ing legið við morði af fyrstu gráðu í Okla­homa, en hann seg­ir að sér þyki ólík­legt að það verði raun­in. Lík­lega eigi Jackson þó yfir höfði sér mjög langa fang­elsis­vist verði hann fund­inn sek­ur.

Wal­ker seg­ir að ekk­ert í rann­sókn­inni bendi til þess að Íslendingurinn og Jackson hafi átt í ein­hverj­um ill­deil­um sem gætu legið að baki skotárás­inni, þó að í ljós hafi komið að þeir hafi þekkst fyr­ir. Or­saka glæps­ins sé lík­lega ekki að leita í kunn­ings­skap þeirra.

Tvöfaldur lífstíðardómur

Jermaine Jackson, var fundinn sekur og hlaut tvö­fald­an lífstíðardóm í banda­rísku borg­inni Tulsa í Okla­homaríki fyr­ir að skjóta tvo menn til bana.

Amma Íslendingsins, seg­ir að fjöl­skyld­unni hafi létt mjög við það að rétt­ar­höld­un­um sé lokið og að morðingi barna­barns henn­ar hafi fengið rétt­lát­an dóm. „Núna get­um við tekið fyrstu skref­in í að græða sár­in og byrjað að horfa fram á veg­inn,“ seg­ir amman en rétt­ar­höld­in tóku mjög á alla fjöl­skyld­una. „Við sát­um öll rétt­ar­höld­in og það var mjög erfitt fyr­ir okk­ur. Kviðdóm­ur­inn var ein­róma um sekt sak­born­ings og dóm­ur­inn rétt­lát­ur, hann á ekki mögu­leika á náðun fyrr en eft­ir 76 ár.“

 

Engan grunaði að nokkuð þessu líkt gæti gerst

Ís­lenski pilt­ur­inn sem var myrt­ur í Banda­ríkj­un­um, flutti til Okla­homa þegar hann var 10 ára gam­all ásamt móður sinni, eldri bróður og yngri syst­ur.  Hann hefði átt að út­skrif­ast úr gagn­fræðaskóla árið sem hann var skotinn, en hann var 18 ára gam­all.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Amma hans að hann hafi verið svo­lítið marg­brot­inn per­sónu­leiki. „Hann var mjög list­rænn, góður í að teikna og var mikið fyr­ir að yrkja ljóð, en hann var mjög óör­ugg­ur með sig vegna þess að hann stamaði,“ seg­ir amma hans í sam­tali við frétt­asíðuna New­sOn6 í Okla­homa.

Hún seg­ir að hann hafi ort mikið af laga­textum og dreymt um að fara í Okla­homa­há­skóla eft­ir út­skrift úr gagn­fræðaskóla, til að leggja stund á tónlist. Hann var mjög málglaður að sögn ömmu hans. Hann var óhrædd­ur við að tjá skoðanir sín­ar á hvaða mál­efni sem er, jafnt stjórn­mál­um sem frétt­um líðandi stund­ar, og hann var með mjög smit­andi hlát­ur.

„Þegar hann hló þá fóru all­ir að hlæja. Það hlógu all­ir með hon­um,“ er haft eft­ir ömmu hans. Hún seg­ir fjöl­skyld­una alla í áfalli. Eng­an hafi grunað að nokkuð þessu líkt gæti gerst þegar hann skrapp út í búð ásamt fjöl­skyldu­vini til að kaupa gos. „Þetta er svo til­vilj­ana­kennt, svo mik­ill óþarfi, maður skil­ur ekki hvers vegna.“

Amma hans seg­ir jafn­framt að þau séu afar þakk­lát fyr­ir þann mikla stuðning sem vin­ir og skóla­fé­lag­ar hans hafi sýnt þeim. Það hefði komið hon­um sjálf­um á óvart að vita hversu vel hann var liðinn. Fjöl­skyld­an er nú að und­ir­búa jarðarför­ina, sem fer fram á föstu­dag svo að ætt­ingj­ar frá Íslandi hafi tíma til að kom­ast á staðinn.

 

Heimildir:

Innlent. 10. september 2012. Fóru í stutta bílferð til að kaupa drykki. MBL.

Innlent. 12. september 2012. XXXX og morðinginn voru félagar. Vísir.

Innlent. 12. september 2012. XXX þekkti morðingjann. MBL.

News On 6. 15. mars 2016. Conviction Upheld In 2012 Murder Of Jenks Senior, Friend. Oklahoma Lake Levels.

New­sOn6.com – Tulsa, OK – News, We­ather, Vi­deo and Sports – KOTV.com

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -