Sleit ofbeldisfullu sambandi: „Þetta breytti mér“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í nýjasta hlaðvarpi spjallþáttadrottningarinnar Opruh Winfrey, Oprah’s SuperSoul Conversations, sest Oprah niður með leikkonunum Reese Witherspoon og Mindy Kaling, en þessar þrjár leika saman í kvikmyndinni A Wrinkle in Time sem frumsýnd verður í mars.

Í viðtalinu talar Reese opinskátt um að hún hafi verið í ofbeldisfullu sambandi, en nefnir ofbeldismanninn þó ekki á nafn.

„Var þetta líkamlegt? Beitti hann ofbeldi með orðum? Bæði?“ spyr Oprah og Reese svarar:

„Andlegt, beitti ofbeldi með orðum og já,“ segir leikkonan. Hún bætir við að þó að hún hafi vitað að það yrði erfitt að slíta sig úr sambandinu þá hafi það verið nauðsynlegt.

„Lína var dregin í sandinn og það var stigið yfir hana. Eitthvað breyttist í höfðinu á mér. Ég vissi að þetta yrði mjög erfitt en ég gat ekki meir. Þetta var náið samband og ég var mjög, mjög ung.“

Stóð með sjálfri sér

Reese segir að þessi ákvörðun hafi mótað hana sem konuna sem hún er í dag.

„Þetta breytti mér, sú staðreynd að ég stóð með sjálfri mér. Ég er öðruvísi manneskja núna og þetta er hluti af ástæðunni fyrir því að ég get staðið upp og sagt: Já, ég er metnaðargjörn. Því einhver reyndi að taka það frá mér,“ segir leikkonan. Síðar í viðtalinu talar hún meira um mikilvægi þess að konur séu metnaðarfullar.

„Metnaður snýst ekki um að vera eigingjarn og hann snýst ekki bara um mann sjálfan. Hann snýst um að vilja gera meira og betra fyrir samfélagið, skóla, heiminn, ríkisstjórnina. Metnaðarfull kona er ekki ógnvænleg og hún er ekki fráhrindandi.“

Hlusta má á allt viðtalið við þær stöllur hér fyrir neðan:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Þegar tryggingar snúast um fólk

Tryggingafélagið VÍS hefur nýlega vakið athygli fyrir að boða nýjung á bílatryggingamarkaði, svokallaðan Ökuvísi. Ætlunin er að...