• Orðrómur

Sósíalistar styðja varið land – Heilbrigðisráðuneytið kórónaði skömmina

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Ríkisstjórninni tókst ekki að verða við ósk sóttvarnayfirvalda um tæki til herða á sóttkví á landamærum. Málið var eyðilagt í meðförum Alþingis, sem setti lög sem sérstaklega bannaði að fólk væri skikkað í sóttkvíarhús. Heilbrigðisráðuneytið kórónaði svo skömmina með því að setja reglugerð þvert á lögin, reglugerð sem skiljanlega var dæmd ólögleg í héraðsdómi,” segir í harðorðri yfirlýsingu Sósíalistaflokks Íslands.

Sóttvarnir hápólitískar

Flokkurinn segir ríkisstjórnina hafa gert sóttvarnir á Íslandi að hápólitísku máli eftir að hafa að mestu gengið í takt við sóttvarnayfirvöld frá upphafi kórónafaraldursins. „Um þá stefnu hefur að mestu ríkt sátt í samfélaginu, fyrst og fremst vegna þess að sóttvarnayfirvöld hafa nær eingöngu lagt það til við stjórnvöld sem meirihluti almennings hefur verið tilbúinn að styðja og beygja sig undir.”

- Auglýsing -

Flokkurinn minnir á að fyrir mánuði síðan hafi sóttvarnayfirvöld farið fram á heimildir til að styrkja sóttkví á landamærunum. „Þetta var í takt við vilja almennings, sem er langþreyttur orðinn á miklum hömlum á daglegt líf. Reynsla annarra þjóða hefur sýnt að harðar aðgerðir á landamærum geta tryggt veirufrítt samfélag og þar með litlar ef nokkrar takmarkanir á daglegu lífi.

Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokks Íslands.

Þar sem best hefur tekist til hefur skaðinn af veirunni ekki aðeins orðið minni, líf almennings ánægjulegra heldur hefur samdráttur í efnahagslífinu orðið minni. Samkomubönn og endalausar takmarkanir á daglegu lífi draga afl úr atvinnulífinu, eyða störfum og valda einstaklingum og fyrirtækjum óþarfa efnahagslegum búsifjum.”

- Auglýsing -

Málið eyðilagt í meðförum þings

Í yfirlýsingunni segir Sósíalistaflokkurinn að ríkisstjórninni hafi ekki tekist að verða við ósk sóttvarnayfirvalda um tæki til herða á sóttkví á landamærum. „Málið var eyðilagt í meðförum Alþingis, sem setti lög sem sérstaklega bannaði að fólk væri skikkað í sóttkvíarhús. Heilbrigðisráðuneytið kórónaði svo skömmina með því að setja reglugerð þvert á lögin, reglugerð sem skiljanlega var dæmd ólögleg í héraðsdómi.”

Nýtt frumvarp Alþingis um sóttvarnir er harðlega gagnrýnt í yfirlýsingunni.

- Auglýsing -

„Í dag freistar ríkisstjórnin þess að koma í gegnum Alþingi nýju frumvarpi sem gengur mun skemur en fyrra frumvarp. Það hefur verið enn þynnt út í málamiðlun við eigendur stærstu ferðaþjónustufyrirtækjanna annars vegar og hins vegar nýfrjálshyggjufólkið í Sjálfstæðisflokknum, sem setur rétt einstaklinga til að vera í heimasóttkví ofar samfélagslegum ávinning af veirufríu samfélagi.”

Ljóst sé að hætta á smiti, veikindum og jafnvel dauða sé meira ef sóttvarnir á landamærunum eru veikari. „Það liggur líka ljóst fyrir að efnahagslegur samdráttur verður minni ef það tekst að aflétta öllum hömlum innanlands í skjóli harðra sóttvarna á landamærunum.”

Styðjum varið land

Ferðaþjónustufyrirtækin er einnig harðlega gagnrýnd.

„Það eru því engin efnahagsleg rök fyrir kröfum eigenda stærstu ferðaþjónustufyrirtækjanna. Krafa þeirra byggist á að þeir sjálfir kunni að græða ef hingað koma fleiri túristar þótt allt samfélagið muni tapa miklu meiri fjármunum á sama tíma. Og það eru engin rök fyrir upphrópunum nýfrjálshyggjuliðsins í Sjálfstæðisflokknum um mannréttindi. Það má lesa í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu að ríkisvaldinu er heimilt að skerða réttindi einstaklinga gagnvart bráðri vá og miklum hagsmunum heildarinnar. Mannréttindum er ætlað að byggja upp samfélög, ekki brjóta þau niður.

Í ljósi þessa, og þar sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að víkja af braut og gera sóttvarnir að pólitísku máli í íslensku samfélagi; lýsir framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands því yfir að hún styður varið land, að sóttvarnir séu efldar á landamærunum í von um að daglegt líf innan þeirra geti orðið sem eðlilegast. Sósíalistar hafna alfarið fullyrðingum nýfrjálshyggjufólksins um að sóttkví við landamæri sé mannréttindabrot. Og sósíalistar hafna því alfarið að hagsmunir hluthafa í allra stærstu ferðaþjónustufyrirtækjunum skuli metnir mikilvægari en hagur alls almennings af eðlilegu lífi.”

„Sósíalistar styðja varið land,“ segir í yfirlýsingu Sósíalistaflokks Íslands.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -