2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Starfsmanni CenterHotels sárnar ummæli Sólveigar Önnu

Evu Jósteinsdóttur, starfsmanni CenterHotels, sárnar mörg ummæli sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formanns Eflingar, hefur látið falla í kjaraviðræðunum. Málflutning Sólveigar upplifir hún sem áróður. Þessu greinir Eva frá í langri færslu á Facebook.

Færslan hefst svona: „Ég verð að viðurkenna að mér sárnar þessi umræða og þá sérstaklega það sem ég upplifi oft á tíðum sem áróður sem stéttarfélagið Efling og þá sérstaklega sem formaðurinn kemur fram með. Fyrir mér er mikilvægt að aðilar sem standa í deilum, eins og kjaradeilan er núna tali saman, því að árangur næst ekki með því að vera í áróðri í fjölmiðlum sem því miður fjölmiðlar éta upp, því að það virðist selja.“

Árangur næst ekki með því að vera í áróðri í fjölmiðlum sem því miður fjölmiðlar éta upp, því að það virðist selja.

Þá tjáir hún sig einnig um ummæli Sólveigar um starfsfólk af erlendum uppruna. „En að þessu áróðri sem formaður Eflingar kemur fram með um að „komið sé fram af vanvirðingu við erlenda starfsmenn“ og að „komið sé fram við þau eins og einnota drasl“ svo það sé haft eftir henni þá vil ég bara vera henni algjörlega ósammála. Ég get eðlilega bara talað við fyrir mig sjálfa í þessu málefni en mér sárnar að hlusta á þessar alhæfingar hennar og annara,“ skrifar hún meðal annars.

Eva skýtur svo föstum skotum á Sólveigu Önnu og bendir á að Sólveig talar ávallt um „konur“ þegar hún talar um þann hóp fólks sem sér um ræstingar. „ Þær yndislegu konur (fyrst að formaður Eflingar talar alltaf um konur) sem vinna við þrif á okkar hótelum gegna mjög mikilvægu hlutverki hjá okkur og höfum við reynt að leggja okkur fram við að tryggja öruggt starfsumhverfi og veita þeim margvíslegan stuðning og fræðslu bæði innan og utan vinnustaðarins.“

Eva endar pistil sinn á að undirstrika að athugasemdir Sólveigar hafa sært hana. „Mér þykir vænt um starfsfólkið mitt og okkar og ég er sár yfir því að formaður Eflingar komi fram með svona alhæfingar og yfirlýsingar sem eiga ekki við alla.“

AUGLÝSING


Pistil Evu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Mynd / TripAdvisor

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is