Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Stóru bankarnir hækka allir vexti í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslandsbanki, Arion banki og Landsbanki hafa allir hækkað vexti í vikunni í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í síðustu viku.

Í dag var það Íslandsbanki sem tilkynnti um vaxtahækkun; áður höfðu Arion banki og Landsbanki gert það sama.

Stýrivextir hækkuðu í síðustu viku; eru nú tvö prósent; þetta er fjórða vaxtahækkunin í röð; voru hækkaðir um hálft prósent.

Íslandsbanki tilkynnti um hækkunina í dag – tekur gildi 1. desember næstkomandi.

Fastir vextir verðtryggðra húsnæðislána með vaxtaendurskoðun lækka um 0,45 prósentustig og  fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til þriggja ára hækka um 0,20 prósentustig en fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til fimm ára verða óbreyttir.

Þá hækka breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána um 0,20 prósentustig; breytilegir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,35 prósentustig og yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,50 prósentustig.

- Auglýsing -

Breytilegir óverðtryggðir innlánsvextir hækka um allt að 0,50 prósentustig: Eða haldast óbreyttir.

Það var Landsbankinn sem tilkynnti fyrstur bankanna um hækkun í fyrradag; hjá Landsbankanum hækka breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,35 prósentustig. Fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum til þriggja ára hækka um 0,30 prósentustig og um 0,25 prósentustig á óverðtryggðum íbúðalánum til fimm ára.

Vextir á verðtryggðum íbúðalánum, breytilegir og fastir, verða óbreyttir, en breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum verða 4,20 prósent.

- Auglýsing -

Lægstu fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum munu verða 4,65 prósent og kjörvextir á óverðtryggðum útlánum hækka um 0,35 prósentustig; kjörvextir á verðtryggðum útlánum verða óbreyttir.

Breytilegir vextir óverðtryggðra lána vegna bíla- og tækjafjármögnunar hækka um 0,35 prósentustig og yfirdráttarvextir hækka um 0,50 prósentustig.

Arion banki tilkynnti um hækkun í gær; hækka óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir um 0,40 prósentustig; verða 4,29 prósent.

Þá eru það óverðtryggðir fastir þriggja ára íbúðalánavextir – munu hækka um 0,60 prósentustig og verða 5,24 prósent.

Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,30 prósentustig og verða 2,24 prósent en verðtryggðir fastir 5 ára íbúðalánavextir lækka um 0,30 prósentustig og verða 2,24 prósent.

Almennir óverðtryggðir kjörvextir hjá Arion banka hækka um 0,35 prósentustig; verða 5,40 prósent og almennir verðtryggðir kjörvextir lækka um 0,10 prósentustig og verða 3,50 prósent.

Þá er vert að nefna að breytilegir óverðtryggðir innlánavextir hækka um allt að 0,50 prósentustig eða haldast óbreyttir; vextir á veltureikningum munu hins vegar haldast óbreyttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -