• Orðrómur

Svíarnir standa með Kolbeini Sigþórssyni: „Hann fer í endurhæfingu og vinnu í persónulegum árangri“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Staða Kolbeins Sigurðssonar hjá IFK Gautaborg er að verða skýrari. Félagið hefur undanfarna daga farið yfir mál Kolbeins í tengslum við ásakanir um ofbeldi frá árinu 2017.

Í yfirlýsingu frá IFK Gautaborg kemur fram að félagið hafi rætt ítarlega við Kolbein síðustu vikurnar.

En það er ekki bara það; Kolbeinn fer á morgun í aðgerð vegna meiðsla sem hafa plagað hann undanfarið.

Það er greinilegt að IFK ætlar sér ekki að gefast upp á Kolbeini og í frétt frá DV kemur þetta fram:

„Stjórnendur IFK Gautaborg hafa átt náið samtal við Kolbein síðustu vikur. Niðurstaða þess samtals er að við munum saman setja upp langtíma plan fyrir Kolbein. Planið byggir á gildum IFK Göteborg, ábyrgð okkar og skyldum sem vinnuveitanda. Það er líka byggt á markmiðum Kolbeins sem lúta að persónulegum árangri hans,“ segir í yfirlýsingu.

Einnig að „Varðandi lagalega stöðu málsins á Íslandi, þá var því lokið af hálfu allra hlutaðeigandi fyrir fjórum árum síðan.“

- Auglýsing -

„Framundan er endurhæfing hjá Kolbeini sem mun krefjast mikils af honum. Við stöndum fyrir það sem nafnið okkar segir, félag samherja og við munum því styðja við og fylgja eftir endurhæfingunni hjá Kolbeini. Á næstu dögum mun Kolbeinn fara í aðgerð á fæti og loks byrja endurhæfingu samhliða vinnu í persónulegum árangri.“

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -