Miðvikudagur 18. september, 2024
11.1 C
Reykjavik

Telur vinnubrögð Kristins brjóta í bága við verklagsreglur Wikileaks

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í kjölfar þess að Samherji sakaði uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmann Samherja, um að handvelja þann tölvupóst úr innhólfi sínu til að afhenda Wikileaks fyrir umfjöllun Stundarinnar og RÚV um viðskipti Samherja í Namibíu skrifaði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, opið bréf til Björgólfurs Jóhannssonar, núverandi forstjóra Samherja.

„Þetta er rangt. WikiLeaks hefur fleiri pósta en þá sem þegar eru birtir en megináhersla var lögð á að birta strax þau gögn sem lágu til grundvallar greiningarvinnu þeirra blaðamanna, íslenskra og erlendra, sem unnið hafa fréttir á grunni gagnanna mánuðum saman,“ skrifaði Kristinn meðal annars í svari sínu við ásökunum Björgólfs. Hann sagðist þá hafa tekið ákvörðun um að sigta út út þann tölvupóst sem hann taldi óþarfa að birta, m.a. það sem snýr að persónulegum málum fyrrverandi og núverandi starfsfmanna Samherja.

„Hugmyndin að þessu var tillitssemi við almenna starfsmenn fyrirtækisins sem ég er viss um að eru upp til hópa sómafólk.“

Efast um að vinnubrögðin samræmist ábyrgð og skyldum blaðamanna

Björgólfur Jóhannsson hefur svarað opnu bréfi Kristins og birtir á vef Samherja. Hann tekur fram í byrjun bréfsins að hann ætli sér ekki að stunda bréfaskriftir við hann í framtíðinni.

Björgólfur segir að það hafa glatt hann að Kristinn staðfesti í bréfi sínu að tölvupósturinn hafi verið „handvalinn“.

- Auglýsing -

„Mér þótti þessi staðfesting þín mjög áhugaverð því ég fæ ekki betur séð en að þessi vinnubrögð gangi í berhögg við verklagsreglur Wikileaks sem hefur haft þá stefnu að birta gögn og leyfa almenningi að meta þau. Þá vekur bréfið ýmsar spurningar. Hverjir lásu og völdu tölvupóstana með Wikileaks? Voru það fréttamenn Ríkisútvarpsins og Stundarinnar? Voru þessir fréttamenn velja tölvupósta sem pössuðu við þá sögu sem átti að segja? Mér leikur síðan forvitni á að vita, Kristinn, hvort þú sjálfur hafi kveðið upp gildisdóma um hvaða starfsmenn Samherja eru sómakærir og heiðarlegir og hverjir ekki? Það væri fróðlegt að vita hvernig það mat fór fram.“

„Voru þessir fréttamenn velja tölvupósta sem pössuðu við þá sögu sem átti að segja?“

Björgólfur segir þetta valda því að hann efist um að þessi vinnubrögð samræmist ábyrgð og skyldum blaða- og fréttamanna. „Ég leyfi mér svo að efast um hvort þessi vinnubrögð, að handvelja gögn sem styðja einhliða frásögn, samræmist ábyrgð og skyldum blaða- og fréttamanna. Ég stóð alltaf í þeirri trú að fréttamenn hefðu sannleiksleit að leiðarljósi í sínum störfum. Það var kannski misskilningur hjá mér.“

Bréf Björgólfs má lesa í heild sinni á vef Samherja.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -