• Orðrómur

„Þegar ég tók við starfinu í desember var ég með draumalið í höndunum, en nú er staðan önnur“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands var í afar athyglisverðu sjónvarpsviðtali í Belgíu, en þar býr hann stóran hluta ársins.

Landsliðsþjálfarinn ræddi þar til að mynda um vandræði íslenska landsliðsins sem tengjast ofbeldisásökunum.

„Ég þurfti næstum því að spila leikina sjálfur því svo margir landsliðsmenn voru ekki til staðar af ýmsum ástæðum,“ sagði Arnar Þór og bætti við:

- Auglýsing -

„Þegar ég tók við starfinu í desember var ég með draumalið í höndunum, en nú er staðan aldeilis önnur.“

Hann kemur inná möguleikann á því að eldri og reyndari landsliðsmenn hafi mögulega spilað sinn síðast landsleik. Arnar var meðal annars spurður út í mál Gylfa Þórs Sigurðssonar sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um brot gegn ólögráða stúlku:

„Það er ekki mitt að tjá mig um það mál; sem landsliðsþjálfari sakna ég þess að hafa ekki minn Kevin De Bruyne í íslenska liðinu; frá áðurnefnda draumaliðinu sem ég var með í höndunum eru bara tveir landsliðsmenn eftir,“ sagði Arnar en nefndi ekki hvaða leikmenn það eru.

- Auglýsing -

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór stendur því í dag frammi fyrir allt öðru landslagi en bara fyrir rúmum níu mánuðum; formaðurinn Guðni Bergsson sagði af sér sem og öll stjórn KSÍ:

„Ég skil gagnrýnina en ég hef ekki svör. Formaðurinn er hættur, stjórnin er hætt. Nú þarf ég að fá ráðleggingu frá yfirmanni fótboltamála, en í dag er sá maður ég sjálfur. Þetta hefur verið rosalega erfitt og gríðarleg pressa, stormur og ég var í honum miðjum. Ég þurfti skyndilega að standa í brúnni oft og svara fjölmiðlum en ég gat ekki gefið þeim svörin; á sama tíma þurfti ég svo að undirbúa landsleiki.“

Arnar talaði líka um að leikmenn sem voru í síðasta verkefni hafi í tvígang verið kallaðir nauðgarar á götum úti:

- Auglýsing -

„Skyndilega eru hetjurnar okkar fyrir örfáum árum dæmdar sem hryllilegar manneskjur, og ég fékk líka mína gagnrýni. Ég skil alveg fólkið sem lætur í sér heyra, en verð að segja hreinskilnislega að ég er ekki maðurinn með svörin.“ sagði Arnar Þór að lokum.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -