Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Þórólfur telur Ómíkrón geta hjálpað okkur að ná hjarðónæminu: „Höfum alltaf verið að tala um það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist halda að enn fleiri hafi greinst með kórónaveiruna í gær en í fyrradag. Tæplega 500 manns hefur greinst á dag síðustu daga.

„Mér sýnist að jafnvel fleiri hafi greinst í gær, svona fljótt á litið,“ segir Þórólfur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Segir Þórólfur að mikill fjöldi manns hafi farið í sýnatöku undanfarna daga, en aðeins rétt um þrjátíu prósent þeirra sem greinst hafi með veiruna hafi verið í sóttkví; því sé það augljóst að veiran sé búin að dreifa sér vítt og breitt í samfélaginu.

Þórólfur var spurður að því hvort hið nýja afbrigði, Ómíkrón, sé komið og sé að „valta yfir þjóðina á svipstundu.“

Þórólfur játti því:

„Það er bara þannig enda hefur það sýnt sig í útreikningum hjá okkur og Íslenskri erfðagreiningu á greiningu smita að tvöföldunarhraðinn er einungis tveir dagar. Það er miklu hraðari útbreiðsla en við sáum með Delta-afbrigðið.“

- Auglýsing -

Aðspurður um hugmyndir um að Ómíkrónafbrigðið geti leitt til hjarðónæmis segir Þórólfur það vel geta gerst:

„Jú, við höfum alltaf verið að tala um það, og ég hef talað um það frá byrjun, að það séu bara þrjár leiðir til að fá þetta hjarðónæmi. Við losnum ekki við veiruna nema með hjarðónæmi. Það gerist annað hvort með náttúrulegri sýkingu; með bólusetningu – en núverandi bóluefni sem við erum með virðist ekki alveg duga í það, og svo getur það gerst með samblandi af þessu tvennu; ef flestir eru bólusettir til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar af veikinni, þá getum við miklu frekar látið veikina, pestina, ganga yfir án þess að fá alvarlegar afleiðingar. Það er það sem málið snýst um; að fá ekki of marga alvarlega veika á sama tíma þannig að heilbrigðiskerfið okkar ráði ekki við það.“

Hér má hlusta á viðtalið í heild sinni:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -