Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Þrjár stúlkur í neyð á Þingvallavatni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill viðbúnaður var þegar Neyðarlínu barst tilkynning um þrjár stúlkur sem voru í vanda staddar á bát á Þingvallavatni upp úr klukkan sjö í morgun.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að um hafi verið að ræða uppblásinn bát sem hafi verið farinn að fyllast af vatni og gátu stúlkurnar ekki siglt honum í land.

Voru allar björgunarsveitir Árnessýslu kallaðar út ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu, sjúkra­flutn­inga­mönn­um frá Suður­landi og Reykja­vík, þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar og lög­reglu.

Stelpurnar komust í land af sjálfsdáðum rétt fyrir klukkan átta í morgun. Þá voru þær orðnar mjög kaldar og blautar og fengu aðhlynningu frá sjúkraflutningamönnum, segir í tilkynningunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -