Fimmtudagur 25. júlí, 2024
10.9 C
Reykjavik

Tískuskandalar ársins 2018

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú þegar árið er senn á enda er tilvalið að líta til baka og rifja upp það sem gerðist á árinu. Hér er samantekt yfir nokkra skandala sem komu upp í tískuheiminum á þessu ári.

Marc Jacobs 90 mínútum of seinn

Fatahönnuðurinn Marc Jacobs olli mikilli óánægju í september þegar hann mætti heilum 90 mínútum of seint á eigin tískusýningu á tískuvikunni í New York. Fljótlega fór slúður á flug um að Jacobs hefði seinkað sýningunni vísvitandi til að kom í veg fyrir að gestir hans kæmust á sýningu Rihönnu.

Umdeildur jakki Melaniu

Jakkinn sem Melania klæddist kom úr Zöru.

Jakki sem Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, klæddist í sumar þegar hún fór upp í flugvél til að heimsækja búðir fyrir börn ólöglegra innflytjenda á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna gerði allt vitlaust. Aftan á jakkanum, sem er frá Zöru, stóð „I really don‘t care. Do you?“ sem þýðist sem „Mér er alveg sama. Hvað með þig?“. Skilaboðin aftan á jakkanum slógu ekki í gegn. Talskona Melaniu sagði síðar að áletrunin hefði ekkert með heimsókn hennar að gera.

Fléttur Kim Kardashian

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var sökuð um menningarnám (e. cultural appropriation) þegar hún mætti með fléttað hár á MTV Movie & TV Awards hátíðina í júní. Sumir vildu þá meina að þessi hárgreiðsla væri álitin „sóðaleg“ þegar svartar konur skarta henni en „töff“ þegar hvítar konur eru með slíka greiðslu.

- Auglýsing -

„Hún er svo ljót“

Tískuhönnuðurinn Stefano Gabbana sló ekki í gegn á samfélagsmiðlum þegar hann skrifaði: „hún er svo ljót“ undir myndir af söng- og leikkonunni Selenu Gomez á Instagra-síðu Catwalk Italia. Þetta varð til þess að margir ádáendur Selenu Gomez ákváðu að sniðganga vörur Dolce&Gabbana.

Þessi athugasemd sló ekki í gegn hjá aðdáendum Selinu.

Vandlát Kendall Jenner

- Auglýsing -

Raunveruleikastjarnan og fyrirsætan Kendall Jenner reitti kollega sína til reiði sem ummælum sem hún lét falla í viðtali við LOVE magazine í ágúst. Þá gaf hún í skyn að hún væri vandlátari en flestar fyrirsætur og talaði um að hún tæki ekki hvaða atvinnutilboðum sem er. Margar fyrirsætur stigu þá fram í kjölfarið og bentu á að ummælin væri móðgandi fyrri flestar fyriræstur sem þurfa að hafa mikið fyrir að ná langt í bransanum.

Peysa H&M sögð rasísk

Barnapeysa sem H&M setti í sölu í upphafi árs olli nokkru fjaðrafoki þegar tónlistamaðurinn Weeknd lýsti yfir óánægju sinni. Hann kvaðst vera móðgaður vegna þess að H&M notaði svartan dreng til að auglýsa peysuna á vefsíðu sinni en á peysunni stóð „coolest monkey in the jungle“ sem þýðist sem „svalasti apinn í frumskóginum“. Hann sakaði H&M um rasisma og margir virtust sammála honum. Peysan var tekin úr sölu.

Tónlistamaðurinn Weeknd var ekki kátur með þessa auglýsingu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -