Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Tvær konur handteknar í tengslum við morðið í Rauðagerði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tíu manns hafa verið handtekin í tengslum við hrottalegt morð sem framið var um miðnætti síðastliðin laugardag, átta karlmenn og tvær konur. Hin handteknu eru af hinum ýmsu þjóðernum. Mannlíf hefur heimildir fyrir því að einn hinna handteknu eigi skammbyssu. Lögreglan útilokar ekki að fleiri en einn hafi verið að verki en einnig er til skoðunar hvort um sé að ræða deilur á milli tveggja einstaklinga.

Hinn myrti var Íslendingur, Armando Beqiri, sem á ættir að rekja til Albaníu. Hann settist hér að annan jóladag árið 2014. Hann var giftur, átti eitt barn og annað á leiðinni og var íslenskur ríkisborgari. Eiginkona Armando og lítið barn þeirra voru inni í húsinu þegar Armando var myrtur.

Í fyrradag handtók lögregla fjóra og voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Einn af þeim sem voru handteknir í því áhlaupi, á skammbyssu og mun hafa sýnt vopnið við hin ýmsu tækifæri.

Fleiri handtökur áttu sér stað í dag og á vef Fréttablaðsins nú í kvöld kemur fram að samtals hafi tíu manns verið handtekin í tengslum við rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði. Um er að ræða átta karla og tvær konur. Mannlíf hefur heimildir fyrir því, rétt eins og Fréttablaðið, að einni konunni hafi verið sleppt en hin situr í varðhaldi. Margeir sagði í samtali við Fréttablaðið:

„Við teljum okkur vera með aðila sem hafa komið að þessu máli á einhvern hátt en ég get ekki farið nánar út í aðild þeirra.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -