Föstudagur 11. október, 2024
-1.5 C
Reykjavik

Una var áreitt í Íran: „Það er ekki eins og hann hafi „gripið í píkuna“ á mér!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karlmaður elti Unu Sighvatsdóttur, sérfræðing hjá embætti Forseta Íslands, á mótorhjóli, hindraði för hennar, dró hana að sér og hélt Unu fastri á meðan hann reyndi að kyssa hana. Þetta var í Íran haustið 2016 og hún rifjar nú upp atvikið á Facebook í ljósi logandi mótmæla í landinu, sem konur leiða slæðulausar.

„Mér verður enn oft hugsað til þess atviks, vegna þess að eftir öll mín solo-ferðalög síðan þá er þetta ennþá grófasta áreitni sem ég hef orðið fyrir, og kenning mín er sú að það hafi gerst vegna þess að ég var veik þetta kvöld og uppburðarlítil. Svona predatorar leita nefnilega oft uppi fórnarlömb sem eru viðkvæm fyrir, en um leið svo dæmigert að ég finni sökina hjá sjálfri mér, segir Una í upprifjun sinni og segir svo söguna þetta erfiða kvöld í Íran:

Kvöld eitt í borginni Kashan í Íran varð ég fyrir því að ókunnugur maður elti mig á mótorhjóli, hindraði för mína, dró mig að sér og hélt mér fastri meðan hann reyndi að kyssa mig. Ég hafði borðað kvöldmat á fallegum veitingastað sem hér sést en fékk mígrenikast og var ekki alveg með sjálfri mér vegna flökurleika. Kannski var ég því minna vör um mig en venjulega, ég veit það ekki. Ég æpti á hann, sleit mig lausa og hann kom sér burt þegar írönsk kona gekk fyrir hornið. Mikið var ég henni þakklát fyrir að birtast einmitt á þessum tímapunkti.

Nú þegar ég er loksins að fara í gegnum myndirnar frá Íransferðinni staldra ég aðeins við þetta kvöld. Ég hef nefnilega margoft verið spurð að því hvernig hafi gengið að vera kona ein á ferð í Íran. Sem ég svara alltaf: „Ekkert mál, bara frábært, mæli með því.“ Og það er alveg satt, það er auðvelt og öruggt að ferðast um Íran, með brjóstvitið að vopni. Ég tek áreitnina þetta kvöld aldrei með í reikninginn, né heldur smávægilegri atvik þar sem karlmenn gengu t.d. óeðlileg nálægt mér, að því er virðist í þeim eina tilgangi að strjúkast við mig þegar við mættumst. Svo rann það upp fyrir mér að ég nefni þetta aldrei af því mér finnt þetta svo lítilvægt. Varla þess vert að minnast á. Þetta var bara fyrirsjáanleg kynferðisáreitni sem hefði allt eins getað orðið á ferðalagi um Evrópu. Það er ekki eins og hann hafi „gripið í píkuna“ á mér!
Seinna í sumar sá ég samt aðra evrópska konu deila svipaðri reynslu í spjallhópi um Íran hér á Facebook. Hún uppskar hörð viðbrögð, mörghundruð komment frá bæði körlum og konum, sem gagnrýndu hana fyrir að gera alla karlmenn að sökudólgum með því að vekja máls á sinni reynslu. Það væri vissulega leiðinlegt ef hún upplifði áreiti en hún hefði nú mátt búast við því. Slíkt gæti gerst í hvaða landi sem er. Skilaboðin sem hún fékk voru þau að svona væri heimurinn og konur sem ákveði að vera einar á ferð verði bara að sætta sig við það. Eins og ég gerði. Í mínum huga var þetta svo normalíserað að mér datt ekki í hug að tala um svona smávægilegt atvik. Samt var mér mjög brugðið þetta kvöld, en fór bara heim á hótel, tók migrenilyf fyrir svefninn og pældi ekki meira í því.
Ég segi þá bara frá því núna. Ekki afþví að þetta atvik sjálft sitji neitt í mér, heldur frekar að mér hafi ekki þótt vert að nefna það þegar ég er spurð. Mér fannst sjálfri að ég mætti bara búast við svona löguðu sem kona einsömul og var jafnvel hissa á að það skyldi ekki gerast oftar. Eftir á að hyggja er það þankagangur sem ég get ekki sætt mig við. Svona lagað breytist allavega ekki nema við hættum að samþykkja að það sé eðlilegt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -