2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Undirbúa sig á Íslandi fyrir ferð til Mars

Vísindamenn prófa Mars-jeppa á Íslandi fyrir ferð til plánetunnar Mars árið 2020.

Núna standa yfir tilraunir í nágrenni Langjökuls í tengslum við svonefnt SAND-E verkefni sem kostað er af Bandarísku flug- og geimvísindastofnuninni, NASA. Megintilgangur verkefnisins er að prófa vél- og hugbúnað fyrir Mars-jeppa, sem á að nota í leiðangri NASA til Mars árið 2020, við aðstæður sem líkjast aðstæðum á plánetunni Mars.

Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Trucks Experience sér um flutning teymisins á þá afskekktu staði þar sem prófanirnar fara fram, og útvegar farartæki og ýmiskonar búnað og þjónustu fyrir rannsóknirnar. Hópur nemenda í verkfræði og tæknifræði við Háskólann í Reykjavík hefur svo verið rannsóknateyminu til aðstoðar.

Bækistöð Mars Rover jeppans sem ekið verður í aðstæðum í íslenskri náttúru sem þykja bera keim af þeim sem tækið á eftir að mæta á plánetunni Mars.

Íslenskar aðstæður sem líkjast aðstæðum á Mars

AUGLÝSING


Vísindamenn SAND-E verkefnisins hafa sérstakan áhuga á að fylgjast með breytingum á eðlis- og efnafræðilegum eiginleikum jarðvegs þegar hann berst með vatni og vindum. Meðal annars þess vegna fara prófanir fram nærri jökulrönd Langjökuls, því þar er að finna farvegi í sandinum eftir vatn sem kemur undan jöklinum, sem minna á farvegi á Mars. Þar er einnig að finna vindbarið basalt-hraun. Sandurinn er basalt-sandur, líkur sandinum á Mars, sem fyrirfinnst óvíða utan Íslands.

Mars-jeppinn og hópur jarðfræðinga mælir og tekur sýni á þremur stöðum í mismikilli fjarlægð frá jökli. Gögnin og niðurstöður eru svo nýttar í sjálfstýringu Mars-jeppans sem nýtir vélnám og gervigreind til að meta umhverfið sem keyrt er um, bæði jarðfræði þess og hversu öruggt það sé fyrir bílinn.

Mars-jeppinn er hannaður af kanadíska fyrirtækinu Mission Control.

Myndir / Robb Pritchard

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is