Mánudagur 29. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Ungir sláttumenn veittu bílþjófi eftirför „Hann horfði á okkur útúrdópaður, hjartað var í buxunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Menntaskólanemarnir, Ólafur, Einar og Benedikt stofnuðu saman sumar-fyrirtæki seinasta sumar að nafni „Við Sláum“ en þeir slá garða fyrir fólkið í hverfinu. Strákarnir urðu þó fyrir miklu áfalli þegar þeir komust að því að bíll fyrirtækisins hafi horfið:

„Þjófurinn horfði á okkur útúrdópaður og var í mjög annarlegu ástandi, hjartað var í buxunum“

Það var seint um kvöld þegar Einar tók eftir því að bíll fyrirtækisins var horfinn af bílaplani við heimili hans og trúði hann vart að þjófnaður hafi átt sér stað. Einar hafði samband við Ólaf og Benedikt ræddu þeir málin. Áður en þeir höfðu samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu ákváðu þeir félagar að taka málið í eigin hendur.

Drengirnir keyrðu lengi um götur borgarinnar og fundu loks bílinn á skuggalegum stað hjá fyrirtækinu Vöku á Héðinsgötu. Þar duttu þeir í lukkupottinn.

„Við fundum hann með því að fara á alla staði sem við mögulega gátum. Okkur datt í hug að hann hafi verið dreginn af Vöku vegna þess að við vorum ekki að trúa að bílnum hafi verið stolið,“ sögðu drengirnir í samtali við Mannlíf.

Þeir urðu ráðvilltir þegar þeir sáu mann ganga að bílnum og bruna síðan af stað.

- Auglýsing -

„Þjófurinn horfði á okkur útútdópaður og var í mjög annarlegu ástandi. Við þorðum ekki að keyra beint á eftir honum svo við biðum þar til hann væri kominn inn fyrir hornið,“ útskýra piltarnir. En þeir náðu myndskeiði af þjófinum.

Myndbandið sýnir þjófinn stíga inn í bílinn.

Strákarnir veittu þjófinum eftirför  meðfram Sæbrautinni en misstu af bílnum sjónir þar sem ökumaðurinn keyrði langt yfir hámarkshraða og fór yfir á rauðum ljósum. Sjá myndskeið hér að neðan.

- Auglýsing -

 

 

Myndbandið sýnir drengina elta þjófinn sem keyrir á ógnarhraða yfir á rauðum ljósum

Eftir fund bifreiðarinnar voru drengirnir í sambandi við lögreglumann í gegnum allt ferlið og var maðurinn handtekinn eftir langan eltingarleik. Mannlíf fjallaði um handtöku mannsins:

„Bílþjófur lagði á flótta þegar lögregla reyndi að stöðva hann. Honum voru gefin merki um að stöðva aksturinn en lét ekki segjast. Upphófst stutt eftirför lögreglu sem stóð þar til ökumaður stöðvaði bifreiðina. Þjófurinn reyndist jafnframt vera án gildra ökuréttinda. Þá var hann ekki í með öryggisbelti við aksturinn.“

Drengirnir sóttu bílinn aðfaranótt mánudags á lögreglustöðina og var bíllinn ekki vel farinn. Hann var rispaður, drullugur og ein felga bílsins var ónýt. Úr bílnum var stolið ryksugu, laufblásara, jakka, bolum og batteríi. Drengirnir enduðu þó ekki tómhentir þar sem þjófurinn hafði skilið eftir í bílnum peysuna sína, síma, pillur og sprautur.

„Við fengum engar bætur fyrir skemmdum bílsins en við fengum sprautur og pillur,“ sögðu drengirnir kaldhæðnislega og glottu út í annað.

Þrátt fyrir meiriháttar bakslag láta piltarnir ekkert stöðva árangur sinn í garðslætti og sneru þeir aftur til vinnu óhræddir.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -