Mánudagur 15. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Verðlaunafans og fallandi hlutabréf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vikulega tekur ritstjórn Mannlífs saman hverjir hafi átt góða og slæma viku. Þessi lentu á lista að þessu sinni.

 

Góð vika – Margrét Rán Magnúsdóttir

Margrét Rán Magnúsdóttir, söngkona og lagasmiður í hljómsveitinni Vök, átti sannarlega góða viku. Við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna á miðvikudagskvöldið sópaði hún til sín verðlaunum og fór heim með þrenn verðlaun í farteskinu. Hún var bæði valin söngkona ársins og lagasmiður ársins og plata hljómsveitarinnar, In the Dark, var valin poppplata ársins.

Alls hlutu Vök og Margrét Rán átta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og ljóst að þessi unga tónlistarkona hefur stimplað sig rækilega inn sem einn athyglisverðasti tónlistarmaður landsins. Það er full ástæða til að óska henni innilega til hamingju með árangurinn og muna svo að fylgjast spennt með því sem hún sendir frá sér í framtíðinni.

Slæm vika- Icelandair

Þessi vika hefur ekki verið sérlega gleðileg fyrir Icelandair. Kórónaveiran hefur valdið miklum samdrætti í eftirspurn eftir flugi, hlutabréf félagsins hafa hríðfallið í verði og nú er svo komið að fullyrt er að félagið þurfi að segja upp fjölda starfsmanna. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna allt flug frá Evrópu til Bandaríkjanna var svo dropinn sem fyllti mælinn en tuttugu og sjö prósent af þeim ferðum sem voru á áætlun flugfélagsins næsta mánuð voru til Bandaríkjanna.

- Auglýsing -

Sá orðrómur hefur verið hávær síðustu daga, hjá þeim sem til þekkja, að Icelandair muni neyðast til að leita á náðir ríkisins til að bjarga félaginu. Ekki mikil ástæða til gleði í herbúðum Icelandair.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -