Laugardagur 26. nóvember, 2022
3.1 C
Reykjavik

Verkefnið stuðlar að því að draga úr myndun úrgangs og minnka eftirspurn eftir náttúruauðlindum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Á vefsíðunni Saman gegn sóun er að finna ráð um hvernig hægt sé að undirbúa sig fyrir veturinn án þess að ýta undir neyslu og sóun.

Þegar veturinn skellur á og veður fer að kólna fara flestir að huga að hlýrri fatnaði. Verslanir auglýsa haust- og vetrartísku sem einkennist af hlýjum peysum, treflum og yfirhöfnum og sumir kaupa sér ný föt fyrir veturinn.

„Saman gegn sóun er almenn stefna umhverfis- og auðlindaráðherra um úrgangsforvarnir sem gildir frá árinu 2016 til 2027. Umhverfisstofnun fer með umsjón með Saman gegn sóun.“

Verkefnið er í samræmi við hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins sem setur í forgang að draga úr myndun úrgangs og stuðla þannig að minni eftirspurn eftir náttúruauðlindum. Með verkefninu er verið að leggja áherslu á nægjusemi, meiri nýtni og minni sóun ásamt því að auka fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.

Hvað getur maður þá gert til þess að taka fyrsta skrefið í átt að minni sóun? Svarið er einfalt, samkvæmt ráðleggingum af síðunni og snýst það helst um að fylgja þessum fimm ráðum:

  1. Kaupum minna
  2. Kaupum notað
  3. Notum lengur
  4. Gerum við
  5. Endurvinnum meira

Gott ráð samkvæmt síðunni er að byrja á að fara yfir það sem við eigum og nota það sem hægt er að nota áfram. Ef flíkur passa ekki lengur eða nýtast ekki er hægt að kaupa notað eða jafnvel leigt föt. Með því sparar þú orku, efni og vatn sem notað er í framleiðslu nýrra flíka.

- Auglýsing -

Vissir þú að …

um 8-10% losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum er frá textíliðnaði?

síðan 2018 hafa um 8% fleiri dregið úr einkaneyslu til að draga úr umhverfisáhrifum?

- Auglýsing -

með því að nota fötin okkar tvöfalt lengur getum við dregið úr umhverfisáhrifum af neyslu okkar á fatnaði um helming?

Mikið úrval er af búðum sem selja notuð föt. Gæði notaðs fatnaðar eru almennt mikil og talað er um að það ættu allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi.

 

Hér má finna lista yfir nokkrar verslanir sem selja notað:

Aftur nýtt – Sunnuhlíð 12, Akureyri. Básar þar sem hægt er að kaupa og selja notaðan fatnað.

Barnaloppan– Skeifunni 11, Reykjavík. Básar þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar barnavörur.

Extraloppan – Smáralind. Þar er hægt að kaupa og selja notuð föt fyrir fullorðna.

Fatabúðir Rauða krossins  – um allt land.

Framhaldslíf fyrir yfirhafnir.

Hertex – Reykjavík og Akureyri. Fata- og nytjamarkaður.

Kringlubazaar – Kringlunni. Þar er hægt að kaupa og selja notuð föt fyrir börn og fullorðna.

Spúútnik – Kringlunni og Laugavegi 28b, Reykjavík. Notuð föt til sölu.

Stína fína – Strandgötu 29, Hafnarfirði. Umboðssala á notuðum fatnaði, skóm og fleira fyrir konur.

Trendport – Hafnargata 60, Keflavík. Þar er hægt að kaupa og selja notuð föt fyrir börn og fullorðna.

Verzlanahöllin – Laugavegi 26, Reykjavík. Þar er hægt að kaupa og selja notuð föt.

Wasteland Reykjavík – Ingólfsstræti 5, Reykjavík. Notuð föt til sölu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -