Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Vesturbæingar dauðhræddir við póstinn: „Þetta er eins og í villta vestrinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur kvarta sáran undan þríhjóla póstburðarhjólum sem bruna um göngustíga hverfisins. Þeir líkja ástandinu við Villta vestrið þar sem gangandi vegfarendur séu í stórhættu vegna glannaaksturs póstburðarfólks.

Hávær umræða er um póstburðarhjólin í hverfisgrúbbu Vesturbæjar á Facebook. Til umræðunnar stofnaði Anna Björk Hjörvar sem lenti í stórhættu með ungri dóttur sinni. „Jæja…. er bara allt í lagi að 3ja hjóla “pósthjól” (hjól frá póstinum, með vel búnum ökumanni) eða hvað það er sem þetta á að kalla, fái bara að keyra á, göngustígum, gangstéttum OG stoðbrautum??? Ég var að ganga heim með 6.ára dóttur minni. Við vorum þarna rétt eftir klukkan 16:00 (lok skóladags) þegar mörg börn og fullorðnir eru þarna á ferð. Hún rétt slapp undan þríhjóli frá póstinum sem ók mjög hratt. Svo kom annað strax á eftir. Á álíka hraða, sem ekki á að mínu mati að viðgangast á göngustígum. Eða hvað???? Er ég að missa af einhverjum reglugerðum og ég að fara keyra og sækja hér eftir????? Í Borginni sem vill mig á reiðhjól. Mömmunni, mér varð svo mikið um að ég náði ekki mynd,“ segir Anna.

Hrafnhildur Eiðsdóttir hefur svipaða sögu að segja. „Við lentum í þessu líka þarna á sama stað um daginn, minn strákur var á hjóli, rétt slapp við pósthjólið þarna í beygjunni, einmitt um kl. 16. Pósturinn er með einhvern bílskúr í blokkunum þarna nálægt þar sem hjólin eru geymd og þangað fór þessi ökumaður sem ég sonur minn vorum sammála um að væri frekar ökuníðingur,“ segir Hrafnhildur.

Margir íbúanna telja réttast að láta Póstinn vita af glannaskap póstburðarfólks í Vesturbænum. „Ég hef mætt þeim á miklum hraða á Hringbrautinni, þ.e. á gangstétt. Maður á fótum sínum fjör að launa,“ segir Katrín Anna nokkur. 
Filippía Þóra Guðbrandsdóttir óttast að beðið sé eftir því að alvarlegt slys verði áður en gripið verði til aðgerða. „Þetta ástand er eins og í villta vestrinu. Meðan létt bifhjól, rafskútur, rafm.reiðhjól, racerar og allt hvað þetta nú er og heitir mega vera innanum gangandi á gangstéttum þá er bara spurning um hvenær verður alvarlegt slys. Það er venjan að gera ekkert fyrren það hefur orðið – sem er óásættanlegt, segir Filippía.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -