Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Vesturbæingar uggandi yfir happdrættissala: „Þetta er ekki besti tíminn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur ræða nú heimsóknir happrættissala í hverfinu. Stofnandi umræðunnar, Unnur Björk Jóhannsdóttir, telur þetta ekki rétta tímapunktinn fyrir slíka sölu í miðri þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins.

„Ekki fyrir löngu þá kom að dyrum aðili sem var sýnist mér með happdrætti heyrnarlausra. Leið ekki vel með að sjá slíkt í gangi að manneskja sé að fara að öllum húsum hérna á meðan þessi faraldur er í fullum gangi og á sinni þriðju bylgju,“ segir Unnur í færslu á hverfissíðu Vesturbæinga á Facebook.

Gerður Sif nokkur, íbúi í Vesturbænum, tekur í sama streng. „Kom hjá okkur i fyrradag. Hugsaði það sama.“

Ingólfur Dalberg segir happdrættismiðasöluna góða og gilda. Hins vegar sé nú jafnvel ekki rétti tími til þess. „Hann hefur gengið í hús hér í Vesturbænum í áraraðir og selt okkur happdrættismiða félags síns. Við Vesturbæingar höfum ævinlega tekið honum vel og styrkt,“ segir Ingólfur. 

Þórunn Sigríður Einarsdóttir, íbúi hverfisins, er fylgjandi framtakinu og lætur Covid-faraldurinn ekki stoppa sig. „Eitt prinsip sem ég heff, kaupi alltaf miða af honum!,“ segir Þórunn. 

Heiða B. Heiðars, sölukona auglýsinga, tekur einnig til máls og bendir á að sala happdrættismiðana skipti samfélag heyrnarlausra miklu máli. „Það hlýtur að vera bara hægt að treysta fólki fyrir því að fara til dyra og eiga samskipti við þann sem er fyrir utan. Vel hægt að afþakka og loka eða samþykkja kaupin og gæta vel að sóttvörnum. Leiðinlegt að vera að draga einstaklinga til ábyrgðar í fjölmennum grúbbum. Ég tala nú ekki um einstaklinga sem þurfa að hafa meira fyrir tilveru sinni en meðal. Þessir miðar eru seldir einu sinni á ári og skipta þenna hóp mjög miklu máli, segir Heiða. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -