Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Víðir Snær var í áfalli: Tapaði 4 milljónum á nokkrum dögum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Víðir Snær Björnsson er spilafíkill sem vonast til þess að spilasalir opni ekki aftur eftir Covid-19 bannið. Hann hefur tapað gífurlegum fjármunum í spilakassa, allt að milljón á dag þegar verst gengur.

Víðir segir átakanlega sögu sína á lokum.is sem birtir reynslusögur spilafíkla og aðstandenda. „Það þarf bara eitt skipti í kassanum og þá er allt farið til fjandans á viku,“ segir Víðir Snær.

Þegar ég tapa þá fer ég strax heim og undir sæng. Vona að ég sofni sem fyrst. Það hafa komið tímabil þar sem ég óskaði þess að ég vaknaði ekki aftur.

Víðir er 43 ára gamall og vinnur sem málari. Á einum degi hefur tap hans í spilakössunum náð einni milljón en segja má að hann tapi að minnsta kosti hundrað þúsund krónum daglega. Víðir er einfaldlega heltekinn spilafíkninni en hann glímdi áður við áfengis- og vímuefnafíkn.

„Þetta er langöflugasta fíknin. Þegar mér líður eins og eitthvað vanti í lífið þá fer ég fyrst í spilakassann til að stoppa hausinn. Þar loka ég út heiminn. Deyfi mig og gleymi öllu. Ég fer frekar í kassann en til sálfræðings eða læknis. Það er skrýtið hvernig þetta virkar,“ segir Víðir sem hefur líka unnið stundum í kössunum

„Stærsti vinningurinn sem ég hef unnið var 1370 þúsund. Mamma geymdi fyrir mig hálfa milljón. Það kvöld tapaði ég 450 þúsund krónum og afgangurinn fór á tveimur dögum. Það fylgja því engar tilfinningar að vinna. Mér er alveg sama þó ég vinni. Það er best að vinna ekki því þá get ég ekki haldið áfram að spila.“

Svona lýsir Víðir Snær fylgifiskum spilafíknarinnar:

- Auglýsing -
„Ég er bara guðslifandi feginn að þessir kassar séu lokaðir. Ég er lifandi en það er grátlegt hvað þetta er búið að rústa mörgum,“ segir Víðir

„Kvíðahnútur, svitaköst, engin matarlyst. Þegar ég fell bryð ég íbúfen eins og Smarties. Þegar ég tapa þá fer ég strax heim og undir sæng. Vona að ég sofni sem fyrst. Það hafa komið tímabil þar sem ég óskaði þess að ég vaknaði ekki aftur.“

Fyrir rúmum áratug eyddi hann öllum mánaðarlaunum sínum á gamlársdag og örmagnaðist uppi í rúmi í kjölfarið þannig að hann náði ekki að vera með fjögurra ára dóttur sinni um áramótin. Á nokkrum dögum náði hann síðar að eyða yfir fjórum milljónum í spilakössunum og vinur hans var í sömu stöðu. „Við sátum hlið við hlið í spilasal og spiluðum og spiluðum. Við vorum fyrstir inn í kassana og seinastir út. Enginn sagði neitt. Enginn pikkaði í okkur og sagði að nú væri nóg komið. Við vorum farnir að þekkja starfsmenn á báðum vöktum. Töpuðum 50 til 100 þúsund krónum á klukkustundarfresti. Enginn sagði neitt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -