Í hádeginu lýkur atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins, en samningurinn var undirritaður 3. desember.
Fari svo að samningurinn verði samþykktur mun hann gilda afturvirkt frá 1. nóvember til 31. janúar 2024.
Formaður Starfsgreinasambandsins, Vilhjámur Birgisson, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að hann hefði góða tilfinningu fyrir niðurstöðunum; kjörsókn væri vissulega ólík milli félaga – allt frá um 30 prósentum og niður úr.
Vilhjálmur segir stefna í að kjörsóknin verði að meðaltali betri en við síðustu kjarasamninga.