Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Yfirdeild Mannréttindadómstólsins tekur fyrir sektir vegna Al-Thani málsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnar Hall og Gestur Jónsson áfrýjuðu niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Árið 2013 voru þeir dæmdir til sektargreiðslu þegar þeir sögðu sig frá málsvörn í Al-Thani málinu skömmu fyrir málsmeðferð.

Mannréttindasdómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt í málinu. Gestur og Ragnar sögðu sig frá málsvörn þremur dögum áður en aðal­með­ferð átti að fara fram. Al-Thani málið fjalla um markaðsmisnotkun og umboðssvik á árunum fyrir grun. Ákærðir voru Hreiðar Már Sigurðs­son, Sigurður Einars­son og Ólafur Ólafs­son.

Gestur og Ragnar sem voru verjendur Sigurðar og Ólafs töldu skjólstæðinga sína ekki hafa notið réttlátrar meðferðar. Þeir mættu því ekki til aðalmeðferðar og fengu fyrir vikið sekt.

Málið verður nú tekið fyrir í yfirdeild Mannréttindadómstólsins. Íslenska ríkið er um þessar mundir að vinna að áfrýjun niðurstöðu máls er varðar Landsrétt til yfirdeildar dómstólsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -