Rammíslenskur rabarbari

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Rabarbari er órjúfanlegur hluti af íslenska sumrinu. Við eigum kannski ekki ávaxtatré í löngum röðum hér á landi eða runna sem svigna undan fjölbreyttum berjum líkt og gerist víða erlendis, en við eigum nóg af rabarbara sem er dásamlegur í sultur og kökur. Rabarbara og bláber ættu allir að eiga í frystinum þegar haustið gengur í garð. Nú er uppskerutími rabarbarans og því um að gera að nýta hann til fullnustu.

Rabarbarakaka á finnska vísu

fyrir 8-10

Þessi er ofureinföld og mjög góð. Í þessa uppskrift er líka tilvalið að skipta rabarbara út fyrir epli, ber eða aðra ávexti.

- Auglýsing -

2 egg
100 g sykur
50 g smjör, brætt og kælt lítillega
1 tsk. vanilludropar
150 g hveiti
1 dl rjómi
200-300 g rabarbari, skorinn í litla bita
3 msk. hrásykur

Stillið ofn á 180°C. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan er létt og ljós. Blandið smjöri og vanilludropum saman við. Setjið hveiti út í, hrærið og bætið að síðustu rjómanum út í. Hellið deiginu í smjörpappírsklætt form sem er u.þ.b. 22 cm í þvermál.

Veltið rabarbarabitum upp úr 1 msk. af hrásykrinum og dreifið bitunum í deigið, stráið restinni af hrásykrinum yfir og bakið í 20-30 mín. eða þar til kakan er bökuð í miðjunni.

- Auglýsing -

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Rakel Ósk Sigurðardóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -