Smekklegt servíettubrot með skrauti

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þetta servíettubrot er fallegt á jólaborðið. Þá er smekklegt að nota rauðar eða hvítar servíettur og skreyta með greni eða merkispjaldi.

  1. Leggið servíettuna fyrir framan ykkur og brjótið efstu tvö hornin svolítið fyrir neðan miðju og brjótið svo neðstu tvö hornin upp að brúninni efst.
  2. Brjótið upp tvö lítil brot á hlutann sem er næst ykkur, sléttið vel.
  3. Strekkið servíettuna vel og rúllið henni þétt upp þannig að brotin verði falleg.
  4. Setjið lítið blóm, skraut, greni eða merkispjald inn í brotið og leggið annaðhvort á diskinn eða við hliðina á honum. Hér er gaman að gera tilraunir með skraut. Einnig er hægt að stinga þessu broti ofan í glas.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

„Alls ekkert flókið“ að ná tökum á súrdeigsbakstri

Bakarinn Marinó Flóvent Birgisson, kallaður Majó, hefur undanfarið birt gagnleg kennslumyndbönd á YouTube þar sem hann deilir fróðleik og kennir...

Góð ráð fyrir fasteignaeigendur í söluhugleiðinum

Framkvæmdastjóri bresku fasteignasölunnar The Moders House, Matt Gibberd, gefur fasteignaeigendum í söluhugleiðingum nokkur góð ráð í viðtali við breska Vogue. Hann tínir...