Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Stríðið gegn fíkniefnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi.

Stríð gegn fíkniefnum er pólitískt hugtak. Það varð fyrst til – í það minnsta í stjórnmálaumræðu í Bandaríkjunum – á tíma Richards Nixon, sem var forseti Bandaríkjanna frá 1968 til 1974, þegar hann sagði af sér eftir Watergate-hneykslið. Stjórn hans lagði mikla áherslu á að fíkniefni væru samfélagslegt böl. Flestir geta tekið undir það en hvar rót vandans liggur og hvernig á að takast á við hann, er síðan annað mál.

Um þessar mundir eru stjórnvöld í Bandaríkjunum að láta kné fylgja kviði þegar kemur að einum anga ópíóðavandans. Forstjórar og forsvarsmenn lyfjafyrirtækja eru nú til rannsóknar og hafa sumir hverjir verið saksóttir. Þar á meðal er forstjóri Purdue Pharma sem framleiðir verkjalyfið OxyContin en stór hluti þeirra sem hefur látið lífið úr of stórum skammti hefur sótt í það lyf.

Forstjórinn Craig Landau játaði í vikunni, í viðtali í Washington Post, að Purdue Pharma væri nú alvarlega að íhuga að gera fyrirtækið upp til skipta og hætta allri starfsemi. Ástæðan er meðal annars yfir þúsund málsóknir á hendur fyrirtækinu frá borgum og sýslum Bandaríkjanna sem hafa þurft að glíma við afleiðingar af faraldrinum. Landau sagði það ekki ljóst enn hvernig fyrirtækið myndi koma út úr þeim málsóknum sem væru fram undan. En það segir sína sögu að þessi lyfjarisi í Bandaríkjunum sé að hugsa um að hætta allri starfsemi.

Í ofanálag bætast síðan málsóknir aðstandenda fíkla og látinna en í mörgum tilvikum áttu þeir sem létust ekki mikla sögu af óreglu áður en fíknin heltók þá. Í sumum tilvikum er um að ræða verkjalyf sem eru meira en 50 sinnum sterkari en morfín og heróín. Eftir einn skammt er einfaldlega ekki aftur snúið.

Dreifing þessara sterku verkjalyfja er nú orðin að miklu alþjóðlegu vandamáli, þó mismunandi miklu eftir svæðum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur sagt að leita þurfi leiða til að hjálpa fíklum að takast á við vandamál sín og hefur stofnunin talað fyrir því að lýðheilsa sé höfð í fyrirrúmi þegar stefna fyrir málflokkinn er mótuð. Stofnun Sameinuðu þjóðanna sem tekst á við skipulagða glæpastarfsemi hefur ítrekað talað fyrir því að nálgun á vandanum sé gjörbreytt. Minna fari fyrir hörku og þungum refsingum og meira fyrir því að byggja upp heilbrigðisþjónustu til að hindra dauðsföll og koma veikum fíklum undir læknishendur.

Ákveðin vitundarvakning hefur átt sér stað undanfarin misseri á alþjóðavísu, ekki síst vegna hörmunganna í Bandaríkjunum.

- Auglýsing -

Þar eru meira en tvær milljónir manna í fangelsum – hæsta hlutfall af íbúum meðal vestrænna þjóða – og meira en 60 prósent þeirra hafa gerst brotlegir við fíkniefnalöggjöfina. Þrátt fyrir allt þá verða vandamálin dýpri og illviðráðanlegri, ár frá ári, og hið svarta hagkerfi fíkniefna stækkar stöðugt. Ekki sést glitta í árangur af þeirri stefnu sem rekin hefur verið – undir pólitískum áhrifum frá Nixon forðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -