Laugardagur 27. apríl, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Aukið framboð ólöglegra lyfja á svörtum markaði – Lyfjafalsanir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Norðurlandi eystra varar við auknu framboði ólöglegra lyfja sem fara kaupum og sölu á svörtum markaði. Embættið segir sérstaka ástæðu til að vara við efnunum þar sem fundist hafa pillur og töflur sem líta út eins og hefðbundin lyf í pakkningum sem líkja til löglegra lyfja.

Rannsókn hafi leitt í ljós að um eftirlíkingu eða fölsun sé að ræða. Varast ber inntöku slíkra efna þar sem þau eru ekki framleidd af löggildum lyfjaframleiðendum og því með öllu óvíst um styrkleika.

Bromazolam bara á svörtum markaði

„Nokkur dæmi eru um að lyfið Bromazolam hafi fundist í málum lögreglu en það lyf er einungis framleitt á svörtum markaði og því mjög varasamt. Efnið tilheyrir flokki benzódíazepínsambanda sem verka á miðtaugakerfið og hafa róandi og kvíðastillandi áhrif. Efnið var þróað um 1976 en var aldrei sett á markað. Helsta hættan við þessi benzódíazepínsambönd er að þau eru framleidd ólöglega og eru oft seld útlítandi sem raunveruleg lyf. En skammturinn og innihaldið getur verið breytilegt. Efnin eru sérstaklega hættuleg þegar þau eru tekin samhliða áfengi og öðrum lyfjum eins og ópíóíðum,“ segir í tilkynningunni.

Hér að neðan má sjá færslu lögreglunnar í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -